30. mars 2005

Jæja, þá er það blessaða Bretland!

Gott fólk, Ísamajan leggur í stórferðalag pá morgen. Líkamsræktarráðstefnan í Blackpool kallar. Farið verður eldsnemma í fyrramálið og ekki stigið pá icelandic soil fyrr en seint á mánudagskveldi. Þetta ætti að vera gaman, eru víst 8 íslendingar að fara saman í þessa ferð - gistum á sveitasetri og verðum umkringd 2592 öðrum fellow europeans enda er þetta stærsta líkamsræktarráðstefnan í Evrópu. Fullt af aerobik tímum, kickbox tímum, dans tímum og fleira.... maður kíkir kannski í einhvern MTV tímann ;) En ég er náttúrulega með símann minn þannig að ef fólk þarf að ná í mig eða vill einfaldlega bara láta mig vita hvað það saknar mín mikið he he þá er "stundum betra að senda bara sms" (dýrka þessar auglýsingar - HANNES PÁLL). Well, óskið mér góðs gengis og vonandi verð ég ekki tröðkuð niður af einhverju líkamsræktartröllinu. LUV Ísamaja

28. mars 2005

Oh my god!! Posted by Hello
Komin heim úr sveitinni.......... mikið svakalega er nú alltaf gaman að vera á Ísafirði. Gengur aftur í barndóm - eins og sjá má á myndum þá var lífið frekar skemmtilegt þessa páskahelgi :) Posted by Hello
Mikið borðað og mikið gert þessa páskahelgi. Fór að heimsækja móðurfjölskylduna á Ísafirði og því fylgdi ein skírnarveisla og ein fermingarveisla og nokkur frændsystkinapartý. Hryllilega er gaman að komast úr stórborginni og eyða smá quality tíma með ættmennum - ég held að ég hafi bara sjaldar skemmt mér betur og sjaldan borðað jafn mikið..... hlakka til næstu páska - áfram Ísafjörður!!

22. mars 2005

Aldrei fór ég suður!

Nú er komið páskafrí - þvílíkur unaður!! Er að fara til Ísafjarðar á morgun, verð þar frá miðvikudegi til mánudags. Heimsækja fjölskylduna sem býr þar, fara í skírn og fermingu og skella sér á rokktónleika - ekki leiðinlegt. Þetta er annað árið í röð sem þessir tónleikar eru haldnir og ég var á Ísafirði í fyrra en var aðeins of upptekin við það að skemmta mér með frænkum mínum að ég mætti á tónleikana þegar þeir voru búnir en núna mætir maður sem sagt og kíkir á fögnuðinn ;) Svo kemur maður heim á mánudaginn og strax á fimmtudaginn er maður farinn út til Blackpool - það ætti að vera forvitnilegt. Íris dansari á líkamsræktarráðstefnu, hef aldrei litið á mig sem líkamsræktarmanneskju en fyrst að ég er að vinna við það samhliða dansinum þá ætti maður kannski að segja það um sjálfa sig - æi, veit ekki... Íris líkamsræktargúru ;)

20. mars 2005

Eurovisionmyndbandið hér

Jæja, nú eru nemendasýningarnar búnar - allt gekk eins og í sögu. Allir hóparnir mínir stóðu sig brilliant. Nú er páskafrí í dansinum - gott að fá smá frí, skella sér vestur og slappa af. Eurovisionmyndbandið var frumsýnt í gær, þá fékk maður að sjá afrakstur laugardagsins langa þar sem við vorum að dansa frá 8 am til 6 pm - dauðar í fótunum. Endilega kíkið á myndbandið - hvernig finnst fólki svo lagið hennar Selmu?

14. mars 2005

Nemendasýningar JSB

Núna eru tvær af þremur nemendasýningum JSB búnar. Á laugardaginn voru fiðrildin mín, sætustu 7-8 ára stelpurnar..... þær voru svakalega duglegar :) Á sunnudaginn var svo íþróttamótið mitt og partý no1. Ég vissi að partýið mundi ganga vel og varð ekki fyrir vonbrigðum en ég vissi ekki hvernig íþróttamótið yrði, var aldrei búin að hafa allan hópinn saman til að gera atriðið og aldrei búnar að gera atriðið í nægilegu plássi en guð þær voru æði, ég var hryllilega stolt af þeim. Núna eru sem sagt þrír af fimm hópum búnir að sýna og stóðu allir sig rosalega vel. Næstu helgi eru svo næstu tveir hópar, A8 og B2 .... hef fulla trú á því að það eigi eftir að ganga vel líka (þó maður sé nú alltaf smá stressaður).... En hvernig væri svo að maður fari og lifi lífinu eftir þessar nemendasýningar, ótrúlegt hvað þetta tekur mikla orku frá manni ........ heilu mánuðina. Verður gott að klára þetta og geta einbeitt sér algjörlega að dansleikhúsinu sem verður frumsýnt 21. apríl :) Svo er maður að fara til Blackpool í byrjun apríl - það ætti ekki að vera leiðinlegt ;)

12. mars 2005

Ein búin - tvær eftir!!

Núna er fyrsta nemendasýning JSB búin - þvílíkur léttir. Litlu dúllurnar mínar voru svakalega flottar, var hreinlega að rifna af stolti :) Svo er það Pilobolus í kvöld, hlakka mikið til - held að þetta sé geðveikislega flott!!!

4. mars 2005

Yndislegt, alveg yndislegt!

ummmm, þetta er bara unaðslegt! Ég fór í nudd í hádeginu, mér líður eins og ég svífi um á bleiku skýi, einmitt það sem ég þurfti. Svo er ég að fara á eftir í andlitsbað - já það er dekurdagur í dag, er í miðri stresstörn og ég hreinlega varð að taka einn svona rólegheitadag.... ég um mig frá mér til mín!!!