28. apríl 2005

VIÐBJÓÐUR!

Eftirtalin atriði eru viðbjóður: # STRESS, # ÞREYTA, # EUROVISIONLAGIÐ FRÁ HVÍTARÚSSLANDI, # ÞEGAR TYGGJÓ HREKKUR OFAN Í MANN, # KVEF, # KATTAÆLA, # SÚR SVITALYKT, # SVEKKELSI

25. apríl 2005

Dansleikhúsið!

Búnar eru fyrstu tvær sýningarnar á Dansleikhúsið og er því bara ein eftir. Það er búið að vera nánast fullt á báðar sýningarnar sem er mjög gott. Gengið þrusu vel og við fengið svakalega góðar viðtökur. Kom gagnrýni í DV á laugardaginn og hún var bara ágæt. Vona að fólk sjá sér fært að mæta á nýja svið Borgarleikhússins á sunnudaginn kemur 01.06.05 kl 19:09.

12. apríl 2005

AUGLÝSING!! DANSLEIKHÚSIÐ!!

DANSleikhúsið frumsýnir 4 tímabundin verk á Nýja sviði Borgarleikhússins 21.apríl, 24.apríl og 1.maí Undir yfirskriftinni Augnablikið fangað! Ath. Breyttur leikhústími kl.19:09 Miðasala er hafin Í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is sími 5688000 Það sem tengir verk sýningarinnar eru tímabundnar aðstæður og hvernig lífið og tíðarandinn stjórnast af tímanum. Verkin eru: Núna e. Irmu Gunnarsdóttur Kólnandi kaffi e. Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í samstarfi við Sigurð Halldórsson sellóleikara. Í ræktinni! e. Katrínu Ingvadóttur Hetkinen – minningarbrot frá Finnlandi e. Ólöfu Ingólfsdóttur Dansarar/leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir,Ásdís Ingvadóttir,Ásta Bærings,Guðrún Óskarsdóttir,Halla Ólafsdóttir,Íris María Stefánsdóttir,Ívar Örn Sverrisson,Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Ólöf G.Söebech og Þórdís Schram.

8. apríl 2005

5 dagar í UK

Fórum í flug snemma fimmtudagsmorguninn 31. mars til UK. Ferðinni var heitið til Blackpool. Þetta var langt ferðalag og vorum við ekki komin á hótelið fyrr en seint um kvöldið. Vissi það um leið og hópurinn kom saman á flugvellinum að þetta ætti eftir að vera eitthvað svakalegt, 8 úper hressir íslendingar samankomnir - allir með bros sem nær allan hringinn og hlátur sem gæti yfirgnæft fótboltavöll fullan af Liverpool aðdáendum. Þessi helgi fór í svita, púl, mingl og skemmtun. Erfið helgi en svo þess virði, við vorum í skýjunum eftir helgina - kynntumst fullt af áhugaverðu fólki í líkamsræktargeiranum og maður fékk endalausar hugmyndir um hvað sé hægt að gera. Það er til meira en JSB 1, 2, 3,4 og 5......... ég var alveg heilluð. Ég verð að fara aftur eftir ár, alveg á hreinu!!
Guðný, MILO, ég og Gaui - Milo er n.b danssnillingur, hryllilega klár og flottur - einn flottasti dansari sem ég hef séð.......... enda hefur hann samið dansa fyrir þá allra flottustu, Michael Jackson, Usher og fleiri góða. Posted by Hello
Það var svo gaman í Blackpool. Hér erum við; Unnur, MILO, Guðný, moi, Scotty og Gaui..... hryllilega var nú gaman hjá okkur í Blackpool :) Posted by Hello