Jæja, þá er það blessaða Bretland!
Gott fólk, Ísamajan leggur í stórferðalag pá morgen. Líkamsræktarráðstefnan í Blackpool kallar. Farið verður eldsnemma í fyrramálið og ekki stigið pá icelandic soil fyrr en seint á mánudagskveldi. Þetta ætti að vera gaman, eru víst 8 íslendingar að fara saman í þessa ferð - gistum á sveitasetri og verðum umkringd 2592 öðrum fellow europeans enda er þetta stærsta líkamsræktarráðstefnan í Evrópu. Fullt af aerobik tímum, kickbox tímum, dans tímum og fleira.... maður kíkir kannski í einhvern MTV tímann ;) En ég er náttúrulega með símann minn þannig að ef fólk þarf að ná í mig eða vill einfaldlega bara láta mig vita hvað það saknar mín mikið he he þá er "stundum betra að senda bara sms" (dýrka þessar auglýsingar - HANNES PÁLL). Well, óskið mér góðs gengis og vonandi verð ég ekki tröðkuð niður af einhverju líkamsræktartröllinu.
LUV
Ísamaja
2 Ummæli:
Góða skemmtun úti pæja ;o)
Hæ skvís hvernig var úti?
Skrifa ummæli
<< Heim