14. mars 2005

Nemendasýningar JSB

Núna eru tvær af þremur nemendasýningum JSB búnar. Á laugardaginn voru fiðrildin mín, sætustu 7-8 ára stelpurnar..... þær voru svakalega duglegar :) Á sunnudaginn var svo íþróttamótið mitt og partý no1. Ég vissi að partýið mundi ganga vel og varð ekki fyrir vonbrigðum en ég vissi ekki hvernig íþróttamótið yrði, var aldrei búin að hafa allan hópinn saman til að gera atriðið og aldrei búnar að gera atriðið í nægilegu plássi en guð þær voru æði, ég var hryllilega stolt af þeim. Núna eru sem sagt þrír af fimm hópum búnir að sýna og stóðu allir sig rosalega vel. Næstu helgi eru svo næstu tveir hópar, A8 og B2 .... hef fulla trú á því að það eigi eftir að ganga vel líka (þó maður sé nú alltaf smá stressaður).... En hvernig væri svo að maður fari og lifi lífinu eftir þessar nemendasýningar, ótrúlegt hvað þetta tekur mikla orku frá manni ........ heilu mánuðina. Verður gott að klára þetta og geta einbeitt sér algjörlega að dansleikhúsinu sem verður frumsýnt 21. apríl :) Svo er maður að fara til Blackpool í byrjun apríl - það ætti ekki að vera leiðinlegt ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim