28. maí 2008

Iceland express?? Lággjalda- eða þjónustufyrirtæki.

Var að lesa frétt á visi.is þar sem sagt var frá nýju afþreygingakerfi hjá Iceland Express og fór þá að hugsa hversu ofsalega Iceland Express virðist hafa villst af leið. Fyrirtækið byrjaði sem lággjaldaflugfélag, sem var þá nýr markaður á Íslandi. Ekkert hægt að segja á móti því þar sem þessi samkeppni á flugsamgöngumarkaðnum hefur gert margt gott fyrir landann. En alveg er ég orðin ringluð á þessu núna. Þegar borið saman við "No frills" business model sem m.a. Ryan Air er með þar sem allri þjónustu er haldið í lágmarki til að halda flugverði niðri, þá er afsakplega erfitt að segja að Iceland Express sé ennþá lággjalda flugfélag. Munurinn á milli Icelandair og Iceland Express er orðinn rosalega óljós og Icelandair, sem að minnsta kosti býður upp á mat um borð og sjónvarp, telst vera meira þjónustufyrirtæki en á sama tíma eru þeir oftar en ekki ódýrari. Mér finnst rosalega tæpt að Iceland Express sé að geta stimplað sig inn sem meira þjónustufyrirtæki þar sem þeir byrjuðu á því að berja þá ímynd inn í hug og hjörtu landans að þetta væri lággjaldafyrirtæki. En með þessari auknu þjónustu sem fyrirtækið er að bjóða uppá - sbr. afþreygingarkerfi sem verður til leigu og svo þessi deluxe pakki sem býður upp á flýtimeðferð og fleira - sýnist mér Iceland Express vera að reyna að stimpla sig inn sem meira þjónustufyrirtæki.

Sjálf hef ég ferðast með báðum þessum flugfélögum og finnst bæði ágæt í því að koma mér frá A til B (fyrir utan eitt atvik þar sem flugfreyjur hjá Express ýttu mér og Laufey út úr vélinni með tvö grenjandi börn, vorum að tefja þær með því að hugga börnin og ganga frá dótinu þeirra) - aðgreiningin á milli þessara tveggja fyrirtækja er svo lítil hvað varðar þau flug sem ég tek að ég vel bara það sem hefur lægra verð og það flugfélag sem hefur verið með lægra verð þessi síðustu skipti er Icelandair.

Langaði að tjá mig aðeins um þetta því að mér finnst það ofsalega spes þegar fyrirtæki eru svona reikandi í sinni ímyndasköpun - í staðinn fyrir að takmarka þjónustuna til að geta boðið upp á lowest price possible þá eru þeir að bæta við fídusum sem eiga að auka þjónustu - auka gæði þjónustunnar. Aukin gæði þýðir þá hærra verð. Þeir eru sem sagt að reyna að auka virði þjónustunnar í huga viðskiptavinanna en áður fyrr voru þeir að stimpla sig inn sem gott lággjalda flugfélag. Eru þeir sem sagt að fara núna í enn BEINNI samkeppni við Icelandair, sem er rótgróið þjónustufyrirtæki í huga landans...En ég vil segja eina ferðina enn - hef ekkert á móti fyrirtækinu en samkvæmt öllu því sem ég er að læra þá er þetta frekar spes .... ég er ringluð...

25. maí 2008

Cilla, Þóra og Eurovision

Helgina 15-20 maí fékk ég heimsókn frá Cillu og Þóru. Var alveg yndislegt að fá þær báðar tvær í heimsókn og við áttum mjög skemmtilegar stundir í sólinni í Aarhus. Cilla hefur orðið svo fræg að upplifa háskólastemmninguna í Klubben - sem er skólabarinn sem er the hottest place to be á fimmtudögum. Svo var einnig shoppað, farið í minigolf, út að borða, út að dansa og sitthvað fleira. Takk æðislega fyrir komuna stelpur :)

Svo var Eurovision í gær og ég verð nú bara að segja að ég er mjög ánægð með Íslendingana - í fyrsta lagi að komast upp úr undanúrslitunum og svo að toppa bæði Svía og Dani í úrslitunum - en NB sænska lagið komst ekki einu sinni á topp 10 listann í undanúrslitunum, þeim var troðið inn af einhverri sérstakri dómnefnd - WHAT THE F... Ég var einmitt stödd í Europartýi með sænsku nágrönnunum, dönsku vinapari þeirra og færeysku nágrönnunum... Ég verð nú að segja að það var smá vegis glott á minni þegar Danir gáfu okkur 12 stig og við fórum upp fyrir þá ;)

Svo var ég að horfa á MTV í gær (sem er eitthvað sem ég geri mjög sjaldan) og í hverju einasta auglýsingahlé þá var spiluð styttri útgáfa af Shady Lady laginu frá Úkraínu - eigum við að ræða auglýsingaherferð. Það var sem sagt bara verið að heilaþvo þá ungu Evrópu sem horfir á MTV. En ein spurning - er Eurovision nógu kúl fyrir þá sem horfa á MTV að staðaldri hummmm... En þeir náðu laginu í annað sætið og rúsneski stripparinn vann og skauta"drottningin" er komin með enn annan titilinn :P

22. maí 2008

The end of Germany

Ég veit ég veit - hryllilega léleg í blogginu en núna ætla ég allaveganna að klára Þýskalands söguna :)

Dagur 7 - fórum frá Dresden í Audi umboðið í kynningu. Þar tók á móti okkur þessi myndarlegi maður og við stelpurnar hugsuðum, jæja allaveganna smá eyecandy. En svo fór hann að tala - mesta karlrembuSVÍN í heimi. Byrjaði náttúrulega á því að vorkenna stelpunum - við vitum náttúrulega ekkert um bíla - við eigum náttúrulega bara að halda okkur heima - svo fór hann að tala um hvað Audi væri bara fyrir ríkt, sjálfsumglatt fólk(umorðað út frá því hvernig ég skildi þetta)... Jamm, ég tók þá ákvörðun eftir þetta að ég ætla ALDREI að eiga AUDI.

En svo var farið til Munich - I LIKE MUNICH. Vorum á svona alvöru hosteli, svona eins og maður sér í kvikmyndum. Fullt af fólki þar og herbergi fyrir 6 manns minimum. Við vorum nýkomin á svæðið þá var ferðinni heitið á "oktoberfest" - auðvitað ekki októberfest í apríl en Hofbrauhaus er risastór þýskur veitingastaður sem er alltaf með októberfest þar sem maður kemst ekki upp með neitt annað en að drekka bjór 1 l. krús. Þetta var náttúrulega bara skemmtilegt kvöld - mikið hlegið, sungið og dansað. Átti víst að henda okkur út á tímapunkti - sem ég skil ekki því að það voru allir þarna inni syngjandi og gargandi.

Þessi staður lokaði kl 24 - enda ekki skynsamlegt að hafa opið lengur því að þá væri ekki hægt að koma fólk út vegna ölvunar... svo að við skelltum okkur á lítinn klúbb/pöbb and danced the night away :)

Dagur 8 - sváfum út og fórum svo í kynningu hjá Sony BMG. Get ekki sagt að það hafi verið spennandi kynning - stelpan sem sá um hana var svo stressuð að það var ekki eðlilegt. Annars var dagurinn mikill letidagur sem endaði á frábærum ítölskum veitingastað og rólegheitum.

Dagur 9 - sightseeing in Munich. Jamm, ekki verra að hafa okkar "own personal tourguide". Gengum um Munich og skoðuðum hitt og þetta.

Þetta var hinn rólegasti dagur þangað til okkur var hent út af Sushi stað - já okkur var hent út úr sushi stað í hádeginu. Get ómögulega sagt af hverju. Fórum þarna inn þrjú til að fá okkur sushi - matseðill var á veggnum þannig að við þurftum að standa upp til að skoða hann - það fór eitthvað í pirrurnar á þjóninum. Svo pöntuðum við stóran platta af sushi og vildum TABWATER (þarf víst að biðja um það ef maður vill ekki þurfa að borga 2 evrur fyrir vatn). Kerlingin sem var að aðstoða okkur varð víst eitthvað pirruð yfir því og sagði "við getum ekki verið að standa í þessu núna - viljiði fara - það er annar staður rétt hjá sem þið getið farið á" - við vorum í SJOKKI.... munið að panta EKKI tabwater á Sushi stöðum í Munich!!

Um kvöldið var kíkt aðeins út á mjög flottan Lounch - very cool - very Icelandic - og þar af leiðandi ALLT of dýrt fyrir Danina sem vildu frekar drekka ódýran bjór á hostelinu þannig að eina ferðina enn voru það THE INTERNATIONALS sem voru að leyfa sér að drekka góða kokteila og borða góðan mat ;)

Dagur 10 - Heimferðardagur. Nú var kominn tími til að leggja af stað í 14 klst rútuferð. En fyrst komum við við í Dachau útrýmingarbúðirnar.... ég get eiginlega ekki skrifað mikið um það en get sagt að það var mjög áhrifamikið. Set inn nokkrar myndir af Dachau og endilega bara að spyrja ef þið viljið forvitnast eitthvað um það sem sést á myndunum

3. maí 2008

Germanía part 2

Kannski ekki vitlaust að halda áfram með Þýskalandsferðasöguna - ég var nefnilega að fá tölvuna mína aftur, þurfti að senda hana til Íslands, AFTUR.... þannig að nú getur sagan haldið áfram með myndum :)

Dagur 3 var Sweatpantsday - var bara farið í sightseeing göngutúr um Berlín - very nice

Dagur 4 var farið í heimsókn til Coka Cola í Berlín - það var ágætis kynning enda er Coke eitt af þremur stærstu vörumkerjum heims (Microsoft og McDonalds eru hin tvö). Svo var farið aftur Sightseeing og um kvöldið var geðveikt partý þar sem við vörum með sal og DJs The Icelandic Girls sáu um tónlistina ... sem NB sló í gegn ;) - Myndin hér fyrir neðan var tekin í Sony Center í Berlín

Dagur 5 var eiginlega bara letidagur - gengum um og sóluðum okkur. Fengum BRILLIANT BRUNCH í samkynhneigðahverfinu í Berlín, skemmtilegt hverfi. Svo um kvöldið skelltum við okkur á líbanskan stað þar sem allir sátu bara á pullum og kræktu saman fótum og borðuðu þennan fína mat sem var í boði þar.

Á degi 6 var farið til Dresden en þar fórum við í mjög svo skemmtilegan TRABANT SAFARÍ. Þetta voru bílarnar sem allar fjölskyldur áttu þegar Austur Þýskaland var og hét. Og Austur Þýskar fjölskyldur tróðu fimm manna fjölskyldu inn í bílinn ásamt farangri til að fara í útilegur og ferðalög - NB. Farangurinn var settur á þakið hahaha...