Aldrei fór ég suður!
Nú er komið páskafrí - þvílíkur unaður!! Er að fara til Ísafjarðar á morgun, verð þar frá miðvikudegi til mánudags. Heimsækja fjölskylduna sem býr þar, fara í skírn og fermingu og skella sér á rokktónleika - ekki leiðinlegt. Þetta er annað árið í röð sem þessir tónleikar eru haldnir og ég var á Ísafirði í fyrra en var aðeins of upptekin við það að skemmta mér með frænkum mínum að ég mætti á tónleikana þegar þeir voru búnir en núna mætir maður sem sagt og kíkir á fögnuðinn ;)
Svo kemur maður heim á mánudaginn og strax á fimmtudaginn er maður farinn út til Blackpool - það ætti að vera forvitnilegt. Íris dansari á líkamsræktarráðstefnu, hef aldrei litið á mig sem líkamsræktarmanneskju en fyrst að ég er að vinna við það samhliða dansinum þá ætti maður kannski að segja það um sjálfa sig - æi, veit ekki... Íris líkamsræktargúru ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim