24. maí 2004

jæja, frumsýningin á dansleikhúsinu var núna á þriðjudaginn. Gekk bara mjög vel miðað við það að daginn áður slasaðist ég. HVAÐ ER MÁLIÐ!! Ég hef aldrei verið jafn mikið slösuð og núna þessa síðastliðnu tvo mánuði. Tognaði aftan í lærinu, framan á lærinu og í bakinu og núna færðist til eitthvað bein í ökklanum á mér!!!! Nennni ekki þessu bulli! En við fengum samt mjög góða dóma fyrir dansleikhúsið - bersýnilega ekki sést mikið að ég var meidd og gat ekki hoppað :( En ökklinn er allur að koma til - súrt að þurfa alltaf að vera súkkulaði á FAME æfingum. En helgin var skemmtileg - á miðvikudaginn fór ég á Romeo og júlíu GEÐVEIKT!!! FLOTTAST !!! TRUFLAÐ!!! svo kíkti ég til Ollýar og ég, hún, Þóra og Cilla kíktum aðeins í bæinn. Var nú samt frekar róleg þar sem ég varð að passa fótinn minnn. Á föstudaginn hófst miðasalan á FAME og það seldust e-ð um 1000 miðar fyrsta klukkutímann - ekki slæmt. FAME liðið fór svo saman að borða á Fridays, nokkrum bjórum slátrað en rólegt samt sem áður. Laugardagskveldið var hins vegar tjútt..... mögnuð stúdentsveisla hjá Gurrý og enn magnaðra afmælispartý hjá Kötu...... takk fyrir mig !!!

16. maí 2004

En ekki má gleyma því að Jónsi stóð sig eins og hetja!! Var virkilega flott hjá honum!! Congrats!!
JÆJA RÆÐUM EUROVISION!! Þetta var skandall - pólitík - and to our neighbours 12 points!!! Gott og blessað með Grikkland, Ukrainu, Tyrkland, Serbíu og Kýpur en hvað var það að gefa Rússlandi og Albaníu það mörg stig að þau fara beint í aðalkeppnina næsta ár - Það voru HRÆÐILEG lög!!!

14. maí 2004

ÉG Á EKKI TIL ORÐ!!! EKKI EITT STAKT ORÐ!!! Var að horfa á american idol og besta söngkonan var látin fara, litla La toya London fór heim........... er ekki í lagi með kanann. Hawaii stelpan er áfram (var EKKI góð) og þessi snilldarsöngkona var send heim...... ég er svo BLA!! Hvað er málið!!!

13. maí 2004

Tut e la frut - Joeys franska er miklu skemmtilegra en þessi venjulega!!! snilldar friendsþáttur þar sem Joey er að læra frönsku hi hi hi. En ég, Þóra og Ollý fórum í bíó í gær á You got served. GEÐVEIK DANSATRIÐI!!! en halló það eru eflaust ekki til verr leikin mynd, úff.... dramatísku atriðin voru eiginlega bara fyndin ha ha ha

12. maí 2004

Æðislega gaman! var að finna myndir af FAME æfingum á heimasíðu Steinunnar sætu - endilega kíkið á FAME!!
VIVA ALBANIA!! Ef þið viljið grenja úr hlátri þá verðið þið að kíkja á albanska videoið - þetta brýtur öll lög varðandi dans og performance - drepfyndið!!
Prófin búin! Tók reyndar bara eitt - en what the hell ;) Ég og Þóra ætlum að skella okkur í bíó í kvöld, eftir eurovision forkeppnina..... ætlum að fara að sjá You got served - dansmyndina... STUÐ!!!

11. maí 2004

jæja, ég er búin að taka stofuna mína í gegn. Fór í gær á lagersölu hjá tekkhúsinu og keypti mér flottan stól á 5000 kr (sem kostaði áður 19000). Svo fór ég í dag og keypti sófaborð og gólfteppi í IKEA. Núna á ég bara eftir að mála og þá er hún orðin perfekt!!
magapína!!!!!

7. maí 2004

Það eru komnar dúndur græjur í bíllinn minn núna - við erum að tala um að þetta er kaggi. Rauður, með spoiler, álfelgur og mp3 spilara ;)

6. maí 2004

Hægt er að hlusta á eurovision lög hér undir multimedia....... það er Íris megalúði með meiru sem talar....
Ég er hér með komin úr eurovision skápnum - mér finnst þetta svo skemmtilegt ha ha ha!!! Ég er búin að vera að skoða nokkur lög sem eru í keppninni í ár og ef ég á að segja hvað mér finnst flottast - fyrir utan Íslenska lagið náttúrulega - þá finnst mér franska lagið mjög flott. Það er náttúrulega sungið á frönsku sem er náttúrulega bara flottast og svo er litli strákurinn sem syngur það svo helv... sætur.... Hvað finnst fólki? Er ég alveg orðin geðveik ha ha ha

5. maí 2004

jæja, fór til sjúkraþjálfara í dag og hún gerði eitthvað hljóðbylgjuþingý á mig - frekar skrýtið dæmi, fær bara einhvern heitan fíling af því hummm, en það hafði góð áhrif, er ekki jafn slæm núna eftir heilan æfingadag eins og í gær - wow þá var ég ónýt!!! En ég fór víst í bíó á mánudaginn á Secret window..... hvað skal segja um þá mynd...... Johnny depp, johnny depp og enginn annar en Johnny depp....... myndin var engin snilld, svona fín afþreying en halló þetta er nú Johnny deppppppppp nammmmmm - twenty one jump street ;)

4. maí 2004

ha hæ!! törnin byrjuð. Fame æfingar byrjuðu í gær.... bakið er ennþá í vondu skapi. Fer til sjúkraþjálfara á morgun og á miðvikudaginn........... og vá hvað það er dýrt að fá eina blessaða sjúkraþjálfarabeiðni. Fór til læknis í morgun, 600 kr bara fyrir að fá að mæta á svæðið - beið í hálftíma eftir því að komast inn, var inni hjá lækninum í 5 mín og þurfti svo að borga 700 kr fyrir sjúkraþjálfarabeiðnina!!!! HVAÐ ER ÞAÐ!!!