19. ágúst 2005

Íbúð vantar

Ef einhver veit um litla íbúð í miðbæ Reykjavíkur sem er til leigu þá er ég að leita... :)

9. ágúst 2005

Nokkrar myndir frá PRAG

En svona voru kvöldin okkar - hér er systir mín á fínum restaurant með risa bjór við hönd - skál!! lengi lifi PRAHA!! Posted by Picasa
Prag er alveg geggjuð borg - svo ekki skemmdi fyrir að það var sjúkt veðrið - náði hitameti meðan við vorum þar!! Posted by Picasa
Hummm - hvernig líst ykkur á þessa. Systir mín ákvað að taka soldið mikið spes mynd af mér í speglasalnum í Prag!! Posted by Picasa

flensan burt

Íris er að verða laus við flensuna - loksins - hata það að vera kvefuð... er bara með smá hósta.

Byrjaði að kenna aftur í gær eftir þriggja vikna frí og er að drepast í líkamanum - kenndi fjóra tíma fyrsta daginn ÚFFFFFFF!!! Svo eru æfingar á sumaróperunni byrjaðar og NB sýningin verður sýnd í júní 2006 ha ha ha. Þetta eru bara einhverjar þrjár fjórar sýningar á listahátíð - pínku pons, sem er fínt!

4. ágúst 2005

Komin heim með kristal og flensu

Kellan er komin á klakann aftur - var nú soldið fínt að koma heim. Því miður þá var ég hálf veik alla ferðina úti.... dag tvö fékk ég bullandi kvef - dag fimm var ég komin með hálsbólgu og núna er ég bara tussuleg!!!

Það verður allaveganna soldið í það að maður fari á djammið - það var tekið vel á því í Prag. Við systurnar klikkum aldrei þegar við erum saman! núna er bara verið að taka upp kristalljóskrónunna og dýraskinnsteppið sem maður keypti í Praha - snilld að versla kristal í Praha og það er eitthvað sem mann verður að gera þegar farið er til þessa snilldar lands Tékklands. Við héldum í fyrstu að Tékkar væru soldið kaldlyndir (út af kommúnismanum og svona) en ég held að þeir séu bara feimnir ;) Hittum þrjá Tékka næst síðasta kvöldið okkar.... tveir þorðu ekki að tala við okkur, vildu bara sitja á sínum stað meðan sá þriðji hljóp á milli borða, mjög spes - líflegur Tékki - eitthvað sem við vorum ekki búnar að kynnast þessa fimm daga sem liðnir voru. Þessi félagi bauð okkur meira að segja í útsýnisflug daginn eftir.... en Stefanssysturnar voru ekki alveg að hætta á það.

Við slógum náttúrulega öll met í útlandaferð - fórum í bíó!! í þynnkunni, nenntum ekkert að gera - fórum í ódýrt og FLOTT bíó :) Judge if you want!!

2. ágúst 2005

Naest sidasti dagurinn i Praha

Nuna sit eg a internetkaffi i Praha... skelthunn eins og gengur og gerist. Hvad getur madur sagt ... bjor er serstaklega godur i Prag.... thegar madur borgar einungis 90 kronur islenskar fyrir godan kranabjor. Vid erum bunar ad skoda allt sem haegt er ad skoda her og i dag nennum vid ekki ad gera mikid. Vid aetlum bara ad fara i keilu og klara peningana okkar og i kvold aetlum vid ad fara i blacklighttheater.... hryllega er buid ad vera gaman her hja okkur systrunum. Vid erum bunar ad kynanst fullt af lidi eins og okkur er lagid.... amerikonum, hollendingum og kanadamonnum. Vid forum a snilldarskemmtistad a laugardaginn sem spiladi bara 80s og 90s tonlist PURA SNILLD.... og vid forum ekki a 5 haeda diskoid, vid viljum ekki vera of miklir turistar... erum soldid bunar ad vera a stad sem heitir Chataeu... toff pub. Eg maeli med praha ..... dobre den..