26. desember 2007

Gleðileg jól.....

Gott fólk, ég vil óska öllum gleðilegra hvítra jóla og farsældar á komandi ári ... Þakka allt gamalt og gott :)

16. desember 2007

Kryddið er löngu búið!

Hér sit ég og les undir síðasta prófið - það er auðvitð stærsta prófið en það heldur manni gangandi að eftir þetta próf er maður búinn og verður þá á leiðinni til Íslands :)

Það hefur gengið ágætlega í prófunum hingað til... en mikið svakalega var ég búin að gleyma því hvað það er þreytandi að vera í prófum. Var í prófi í gær sem gekk bara vel en vá þegar ég kom heim þá leið mér eins og ég hafi verið að hlaupa maraþon, ótrúlega þreytt. En ég varð að nýta daginn og klára jólagjafir þannig að þegar ég kom heim þá átti ég ljúfa stund upp í sófa - hrjótandi.

En út í annað. Hvað er þetta með þessar Kryddpíur, a.k.a Spice girls. Þær eru allar komnar vel yfir þrítugt og eru komnar með comeback, í ennþá þrengri og revealing fötum en áður. Mér finnst þetta nú bara sorglegt... fyrir utan það að nýja lagið þeirra er svo ömurlegt, ég höndla það svo engan veginn. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvaða markhóp eru þær að reyna að sækja í? Þær voru svona súper vinsælar fyrir áratugi síðan hjá ungum stúlkum sem dreymdu endalaust um það að vera annað hvort posh eða baby spice. Eru þær að reyna að sækja í þennan hóp aftur - sem nú er kominn yfir tvítugt. Eða eru þær að reyna að sækja í nýjan markhóp - annað hvort litla fólkið í dag eða fullorðnu unglingana... fyrir mitt leiti þá væri ég ekki hrifin af því ef að ég ætti dóttur og hún færi að taka t.d. Geri Halliwell sér til fyrirmyndar eins og hún er í nýja myndbandinu. Ég bara fatta þetta ekki með að þær séu að geta komið með comeback og þurfti aðeins að tjá mig um þetta....

13. desember 2007

10 dagar í jól og ég er svo þreytt!

Ótrúlegt hvað það styttist óðfluga í jólin - bara vika í það að ég komi heim á klakann. En mikið rosalega er ég orðin þreytt. Þetta er erfiðasta próftörn sem ég hef nokkurn tímann verið í. Er einmitt að reyna að læra núna en það gengur eitthvað erfiðlega, er ennþá í smá sjokki eftir munnlega prófið sem ég tók í dag. Ekki alveg að gera sig - ég náði prófinu alveg - en þetta var svo ekki að gera sig. Fengum svo að vita að við höfðum gert lokaverkefnið vitlaust og það er eiginlega aðalmálið í lokaeinkunninni... En halló, við erum með leiðbeinanda sem fannst bersýnilega ekki við hæfi að benda okkur á að við værum að gera eitthvað vitlaust svo að við gætum lært af því og leiðrétt.... nei nei, vildi bara leyfa heimsku útlendingunum að rugla aðeins. En ég verð nú samt að minnast á það að verkefnið var mjög gott - það var bara ekki alveg rétt... en maður lærir bara af mistökunum, sei la ví!

En næsta próf er á laugardaginn - einn dagur til að læra undir það þannig að það er bara um að gera að negla það svona all svakalega. Nú er bara málið að rústa síðustu prófunum og detta svo í það í fluginu heim til Íslands ha ha ha!!

4. desember 2007

Tala of mikla ensku - ekki nóg af dönsku!

Það er einn ókostur við það að vera í námi sem kennt er á ensku - maður talar BARA ensku allan daginn, enga dönsku. Maður reynir svo sem að snakka lidt dansk nar vi har en MarS fest men..... jamm, það er ekki nóg. Hrafnkell sagði við mig að þegar þú ert byrjuð að dreyma á dönsku þá ertu í góðum málum ennnn mig er sko ekki farið að dreyma á dönsku, mig dreymir á ensku. Ég er meira að segja farin að tala upp úr svefni á ensku. Elsku Hrafnkell minn var að ýta mér aðeins of mikið út í horn og þá kom upp úr mér - Sweety, would you mind moving your legs, I am a bit crammed in the courner here ........ eigum við að ræða það!! ég hélt ég mundi fá kast yfir sjálfri mér og svo gerðist það aftur tveimur dögum síðar. Nú er sem sagt málið að skella sér í dönsku tíma!!

1. desember 2007

Ekkert spennandi framundan :(

Já það er sko ekki spennandi líf framundan - bara að læra og læra meira. Kláruðum lokaverkefnið okkar í Research methods í gær og þá var nú í hæfi að skála í tveimur dönskum bjórum. Svo er bara rólegheit það sem eftir er - þ.e. þangað til að maður kemur heim til Íslands, býst við því að þá taki ekki mikil rólegheit við en það verður gaman eflaust :)