30. október 2007

Sagan um týnda Samsunginn!

Fyrir tveimur vikum síðan, nánar tiltekið mánudaginn 15.október, var ég stödd á ASB bókasafninu að læra fyrir próf. Ég var búin að vera þar allan daginn og lesa og var nánast ein eftir á bókasafninu þegar klukkan var farin að ganga 19. Allt í einu uppgötva ég að síminn minn var horfinn, ég fer á alla þá staði sem ég hafði verið á, ljósritunarherbergi, tölvusalinn, klósettið.... síminn var hvergi á þessum stöðum. Ég fer þá til stráksins sem var að vakta bókasafnið og spyr hann hvort að einhver hafi skilað til hans síma. Nei, því miður.. hann fór svo og athugaði hvort að einhver annar hafði fengið síma í hendurnar.... nei, því miður. Ég fékk þá að hringja í símann minn og vitið til - það var slökkt á honum... og það var rétt um hálftími síðan ég hafði séð hann síðast. Ég og bókasafnsstrákurinn drógum þá mjög eðlilega ályktun að honum hafði verið stolið - af hverju væri annars slökkt á honum.

Daginn eftir lá ég heima veik og einnig daginn þar á eftir - en ég var alltaf dugleg að hringja í símann til að athuga hvort að það væri búið að kveikja aftur á honum. Á fimmtudeginum mæti ég aftur í skólann og fer þá á bókasafnið til að athuga hvort að hann hafi fundist.... nei, því miður, kíktu niður í Information deskið í anddyrinu..... nei, því miður, enginn sími hefur komið til þeirra. Ok, þá var það formlegt, honum hefur verið stolið og hver í andsk... stelur síma á bókasafninu. Næstu viku tjékkaði ég aftur og enginn sími hafði komist til skila :( Einhver hafði sem sagt ákveðið að fá sér nýjan gylltan Samsung U-600...

Þar sem ég var búin að glata nýja, fallega símanum mínum þá fór ég að nota gamla símann hans Hrafnkels og var alveg að venjast honum þegar í gærmorgun, mánudaginn 29.okt, er haft samband við mig um að síminn hafði fundist. Hann hafði fundist á bókasafninu og væri nú hjá information deskinu í lobbyinu... og þau voru búin að hringja í alla sem höfðu ASB fyrir aftan nafnið sitt í símaskránni.

Sem sagt tveimur vikum síðar kemur síminn í leitirnar, hvar hann hefur verið þessar tvær síðustu vikur veit enginn.... kannski að sá sem hnuplaði honum hafi, eftir mikil erfiði, séð að hann gæti ekki notað símann þar sem hann er læstur fyrir kortið mitt, kannski að sá sem hnuplaði honum hafi fengið svaðalega sektarkennd við það að skoða símann og sjá sakleysislega andlit eigandans á skjánum, kannski að síminn hafi fundist á bókasafninu og sá sem tók við honum sett hann á einhvern fáránlegan stað þannig að hann fannst ekki aftur fyrr en í gær, kannski að tannálfurinn hafi fengið hann lánaðan til að spjalla við jólasveininn.....

Það er ómögulegt að segja til um hvað kom fyrir fallega símann minn en ég er búin að fá hann aftur og hann er ennþá SOOO PRETTYY!!

24. október 2007

Cournot can go and f...... Berntrand

jamm, svínslegasta próf sem ég hef farið í var í gær.. Industrial Economics, meira ruglið. Kennarinn sem við erum með í þessu fagi er nýr í kennslubransanum og ekki alveg að skilja það að ef hann vill að nemendur sínir geti svarað ákveðnum spurningum þá þarf hann að kenna þeim það, allaveganna beina þeim í rétta átt. Prófið var 3 klst. 4 stór problem með 3-5 undirspurningar. Síðasta spurningin var reikningsdæmi upp á 20% - NB við erum bara búin að reikna EITT dæmi í allan vetur og það sem hann kom með á prófinu var eitthvað sem ENGINN hafði séð áður og það voru ENGAR leiðbeiningar í bókunum um hvernig ætti að leysa svona dæmi... Svo var það þannig að maður mátti velja hvort maður skrifaði prófið á tölvu eða gerði það skriflega og þar sem ég vissi að ég þyrfti að reikna eitthvað dæmi þá vildi ég gera prófið skriflega. Þegar 2 klst og 50 mín eru liðnar þá er ég ekki búin með spurningu 3 og var að berjast við óstjórnlegan skrifkrampa til að geta klárað þessa spurningu og gat svo ekki gert reikningsdæmið (sem var ástæðan fyrir því að ég handskrifaði prófið). Ég var reyndar búin að skoða dæmið og hugsa í svona 10 mín um það hvernig ætti að leysa það fyrr í prófinu en ég ætlaði svo að klára það í lokin - sem aldrei varð neitt úr. Í rauninni veit ég ekki hvernig mér gekk - það er erfitt að dæma um það þegar maður gengur út hálf halltur eftir að hafa skrifað og hugsað yfir sig. En svo er maður búinn að vera að tala við bekkjarfélagana og það veit ENGINN um NEINN sem náði að byrja á dæminu af einhverju viti.... þetta próf var bersýnilega hannað fyrir þrjár stórar spurningar en ekki fjórar. En ég er ávallt bjartsýn og það er aldrei að vita hvað kemur út úr þesu hjá manni - stundum getur röflið hjá manni í prófum komið manni langt ;)

22. október 2007

Humm - cournot and Bertrand enjoying a lovely day at collusive park

Jamm, thessi titill virkar bull - enda er thetta óttalegt bull sem eg er ad lesa fyrir thetta blessada lokaprof mitt. Profid er a morgun kl 15 sem sagt kl 13 a islenskum tima.... svo thad er spurning i hvernig moodi verd eg a morgun thegar eg er buin.. Eitt get eg sagt - sumir hafa sagt mer ad masterinn i markadsfrædinni heima a islandi se bara easy breasy, ein sem er ad klara thad nam sagdi meira ad segja ad thetta væri audveldara en BA.... EN THAD ER SKO EKKI MAILID HER UTI GOTT FOLK! eg held ad eg vinni meira sem mastersnemi en ef eg væri i fullri vinnu... En thetta er gaman ;) Kem med update sidur um hvernig profid i INDUSTRIAL ECONOMICS gekk :P

14. október 2007

Stundum er það bara 80's

Það var sem sagt 80's kvöld á Klúbbnum á föstudaginn og við íslensku stelpurnar létum okkur ekki vanta. Hittumst heima hjá Mörtu - hækkuðum 80's tónlistina í botn og dressuðum okkur í brjáluð 80's outfit!

Núna vorum við ready til að fara á tjúttið - og vorum við tilbúnar að fara að hitta fullt af kolklikkuðum dönum í sjúkum 80's fötum!

En vitið hvað - Danir eru bara nett bældir þegar kemur að þessu! við vorum nánast þær einu sem voru SO 80'S - en við létum það nú ekki stoppa okkur (enda nokkrir Cosmóar komnir í kerfið) og við tjúttuðum eins og við ættum pleisið. Reyndar tók alteregóið við völdum þetta kvöld, Starlight var alveg að meika það!

En svo byrjaði að birta til þegar tveir dúndur hressir danir mættu, skærbleikir á svæðið og þá vorum við loksins 5 úperdressuð og 100 lúðar... En Starlight lét það sko ekki stoppa sig í tjúttinu!!

6. október 2007

Gott veður i Aarhusum!

Það er fáranlegt hvað það er búið að vera gott veður hérna - manni mundi aldrei detta í hug að vera bara í glampandi sól og blíðu í Danmörku þegar það er kominn október... bara æðislegt!!

Erum að fara á tónleika í kvöld - Pétur Ben í Voxhall... hlakka til að vera í góðum fíling í kvöld, hlusta á góða tónlist með danskan bjór við hönd.

Annars er ég bara á fullu að undirbúa mig fyrir fyrsta prófið sem er eftir tvær vikur, gaman. Einnig var ég að fá að vita að ég verð í prófi vikuna 17 - 22. desember þannig að ég kemst eflaust ekki heim til Íslands fyrr en á þorláksmessu. En vonandi verð ég ekki í neinum prófum í janúar þannig að þá get ég verið aðeins lengur á Íslandi í janúar :)