29. september 2007

Til hamingju!

Maður er víst kominn á það skeið í lífinu að allir í kringum mann eru að fjölga mannkyninu. Sem er auðvitað BARA fallegt og gott. En ég er búin að sjá það að desember er mánuðurinn - allir ofsalega frjóir í kringum jólahátíðarnar. Best að hafa það í huga þegar maður fer í þessar hugleiðingar. En já ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er sú að það eru þrjú vinabörn búin að fæðast núna á stuttum tíma, drengur 26.sept, stúlka 27.sept og svo annar drengur 29.sept. Þarna voru að koma í heiminn þrjár öflugar vogir af góðum ættum - það verður gaman að sjá hvernig þau eiga eftir að blómstra á komandi árum.

En elsku Þórhildur, Hannes og Sara Nadía.... Guffa, Siggi og Aldís Agla.... Orri, Sandra og Alexander.... til hamingju!!

28. september 2007

Allt á fullu!!

Skólinn er sem sagt kominn á fullt skrið og er fyrsta lokaprófið 23.október. Jamm, það er aldrei að vita hvenær maður lendir í því að taka lokapróf - fyrsta lokaprófið er 23.okt, svo þurfum við að skila einu stóru lokaverkefni og taka svo munnlegt próf úr faginu, tengt lokaverkefninu (það próf verður einhvern tímann 10.-23.desember) og svo eru tvö önnur lokapróf sem verða annaðhvort í desember eða janúar.... þannig að ég hef ekki minnstu hugmynd um hvenær við gætum hugsanlega farið heim um jólin og hvað við getum verið lengi :P - en þetta kemur allt í ljós í nóvember þegar próftaflan kemur.

Nú er ég byrjuð að kenna niðri í skóla, kenni einn "danspúl" tíma í viku og svo einn góðann æfingatíma (maga, rass og læri) og tímarnir eru bara ágætlega vinsælir hjá mér. Miðað við það að þetta er minnsta æfinga"stúdíó" í heimi og það komast bara 10 inn í salinn en það er búið að vera fullbókað í þessari viku og er búið að fullbóka tímana í næstu viku líka. Það er nefnilega svoleiðis hér úti að maður þarf alltaf að skrá sig fyrirfram á netinu ef maður ætlar í einhvern leikfimistíma - og þetta er á öllum líkamsræktarstöðvunum - ég er búin að fara og prófa þessar tvær helstu, Fitness DK og Equinox, fínar stöðvar en HALLÓ! það er teppi á gólfunum í tækjasölunum - hvað er það!! mér finnst það frekar ósmekklegt. Svo er ekkert almennilegt teygjusvæði - maður hefur ekki alveg list á því að vera að teygja á sér á skítugu teppi... mér finnst nú að Danir ættu að skoða þetta eilítið. En N.B það er ekki teppi þar sem ég vinn, bara dúkur:P

knús frá Aarhus!!

19. september 2007

Getum sem sagt tekið a moti gestum!!

En hvað það var nú notalegt að fá mömmu mína og litlu systur í heimsókn.... ég var búin að vera í DK í mánuð þegar þær komu í heimsókn núna um síðustu helgi. Við áttum góða helgi saman, við mæðgurnar og Hrafnkell. Mamma og Sara tóku nett kast í verslununum hér Aarhusum - enda mjög gott að versla hér, bara ein löng og góð verslunargata og svo risastórt moll við endann á götunni...

En já það var yndislegt að sjá þær, var ekki búin að gera mér grein fyrir því hvað ég saknaði fjölskyldu minnar mikið og ég mér finnst frekar erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá ma, pa og sys fyrr en eftir 3 mánuði í fyrsta lagi. En ég er stór stelpa og ég á eftir að meika það... það er nú gott að mér líður virkilega vel hér. Þegar ég hugsa til þess þegar ég var í skólanum í Cambridge þá sé ég það að þetta er rétti staðurinn fyrir mig að fara í skóla og búa... í Cambridge leið mér bara ekki vel, enda bara smástelpa á þeim tíma.

Núna er ég farin að blaðra eins og þetta sé dagbókin mín og það er ekki alveg það sem ég ætlaði mér að gera :P

18. september 2007

Myndir af glæsilegri kynningarferð

Já, mér fannst ég nú verða að setja inn einhverja myndir frá ferðinni með Markaðsfræðimastersnemunum...

Þetta eru semsagt íslensku drottningarnar í Markaðsfræðinni - Laufey Karitas, ég og Marta.

og þetta er sjálft sigurliðið sem sigraði hugmyndasmíðikeppnina á föstudagskvöldinu - FUNNY FOREST FOLKS

11. september 2007

Hryllilega gaman i Aarhusum!!

Jahérna, ég verð bara að segja að ég er svo að fíla það að búa hérna - þetta er svo afslappað og þægilegt hérna. Fólkið í skólanum er bara yndislegt. Fórum nefnilega í svona intro helgarferð núna um helgina - vorum í einhverjum kofa í mjðjum skógi rétt fyrir utan Alaborg. Þetta var sko málið. Við mættum þarna á föstudegi og auðvitað var farið beint í bjórinn. Nemendafélagið sá um allar veitingar, þ.e mat og var með bar þar sem allir drykkir voru á 5 DKK. Farið var í endalaust af svona hópeflingaleiki og maður var aldrei í sama hópnum og NB.... ég vann ALLTAF ha ha ha ha (ógeðslega kokký)... svo var alltaf skotflaska í verðlaun þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur að maður var skrautlegur þessi tvö kvöld... en mikið svakalega var gaman.

Svo mætti maður í skólann á mánudeginum og þá allt í einu vissi maður hverjir allir væru og svona.... bara snilldin ein. Ég hvet alla til að fara í ASB ef fólk vill skella sér í master í viðskiptafræðifögum. Svo er ekki nóg með að félagslífið sé dúndur - þá er ég bara í alveg helvíti skemmtilegum fögum, viðskiptasálfræði, rannsóknaraðferðir og iðnaðarhagfræði - þetta eru bara skemmtileg fög

Ég sem sagt get ekki hætt að tala um hvað ég er ánægð hérna.... svo til að toppa allt saman þá eru mamma og Sara að koma í heimsókn á fimmtudaginn... djö, verður gott að sjá þær - ég hlakka mikið til að fá þær - sýna þeim hvað þetta er skemmtilegur staður. Ætli maður fari ekki með þær í tívolíið og svona ;)