Til hamingju!
Maður er víst kominn á það skeið í lífinu að allir í kringum mann eru að fjölga mannkyninu. Sem er auðvitað BARA fallegt og gott. En ég er búin að sjá það að desember er mánuðurinn - allir ofsalega frjóir í kringum jólahátíðarnar. Best að hafa það í huga þegar maður fer í þessar hugleiðingar.
En já ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta er sú að það eru þrjú vinabörn búin að fæðast núna á stuttum tíma, drengur 26.sept, stúlka 27.sept og svo annar drengur 29.sept. Þarna voru að koma í heiminn þrjár öflugar vogir af góðum ættum - það verður gaman að sjá hvernig þau eiga eftir að blómstra á komandi árum.
En elsku Þórhildur, Hannes og Sara Nadía.... Guffa, Siggi og Aldís Agla.... Orri, Sandra og Alexander.... til hamingju!!
2 Ummæli:
Þið drífið í þessu í des:)Kúri kúr:)
Kv Birna dansdrusla
Það er nógur tími til að eiga börn, ég ætti nú að vita það af reynslu. Bara njóta lífsins eins lengi og maður getur, barnlaus! Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim