11. september 2007

Hryllilega gaman i Aarhusum!!

Jahérna, ég verð bara að segja að ég er svo að fíla það að búa hérna - þetta er svo afslappað og þægilegt hérna. Fólkið í skólanum er bara yndislegt. Fórum nefnilega í svona intro helgarferð núna um helgina - vorum í einhverjum kofa í mjðjum skógi rétt fyrir utan Alaborg. Þetta var sko málið. Við mættum þarna á föstudegi og auðvitað var farið beint í bjórinn. Nemendafélagið sá um allar veitingar, þ.e mat og var með bar þar sem allir drykkir voru á 5 DKK. Farið var í endalaust af svona hópeflingaleiki og maður var aldrei í sama hópnum og NB.... ég vann ALLTAF ha ha ha ha (ógeðslega kokký)... svo var alltaf skotflaska í verðlaun þannig að þið getið rétt ýmindað ykkur að maður var skrautlegur þessi tvö kvöld... en mikið svakalega var gaman.

Svo mætti maður í skólann á mánudeginum og þá allt í einu vissi maður hverjir allir væru og svona.... bara snilldin ein. Ég hvet alla til að fara í ASB ef fólk vill skella sér í master í viðskiptafræðifögum. Svo er ekki nóg með að félagslífið sé dúndur - þá er ég bara í alveg helvíti skemmtilegum fögum, viðskiptasálfræði, rannsóknaraðferðir og iðnaðarhagfræði - þetta eru bara skemmtileg fög

Ég sem sagt get ekki hætt að tala um hvað ég er ánægð hérna.... svo til að toppa allt saman þá eru mamma og Sara að koma í heimsókn á fimmtudaginn... djö, verður gott að sjá þær - ég hlakka mikið til að fá þær - sýna þeim hvað þetta er skemmtilegur staður. Ætli maður fari ekki með þær í tívolíið og svona ;)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið er gott að heyra að þið hafið það gott þarna úti. Kossar og knús á ykkur bæði.

11:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ hæ,

Rosalega er gott að heyra að ykkur gengur vel og þú ert að njóta skólans. Allt gott að frétta héðan frá London. Er reyndar að fara á flakk um USA í næstu viku með vinnunni þrjár borgir á þremur dögum! Þetta verður e-ð skrautlegt;)
kv
Þóra

2:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim