Getum sem sagt tekið a moti gestum!!
En hvað það var nú notalegt að fá mömmu mína og litlu systur í heimsókn.... ég var búin að vera í DK í mánuð þegar þær komu í heimsókn núna um síðustu helgi. Við áttum góða helgi saman, við mæðgurnar og Hrafnkell. Mamma og Sara tóku nett kast í verslununum hér Aarhusum - enda mjög gott að versla hér, bara ein löng og góð verslunargata og svo risastórt moll við endann á götunni...
En já það var yndislegt að sjá þær, var ekki búin að gera mér grein fyrir því hvað ég saknaði fjölskyldu minnar mikið og ég mér finnst frekar erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá ma, pa og sys fyrr en eftir 3 mánuði í fyrsta lagi. En ég er stór stelpa og ég á eftir að meika það... það er nú gott að mér líður virkilega vel hér. Þegar ég hugsa til þess þegar ég var í skólanum í Cambridge þá sé ég það að þetta er rétti staðurinn fyrir mig að fara í skóla og búa... í Cambridge leið mér bara ekki vel, enda bara smástelpa á þeim tíma.
Núna er ég farin að blaðra eins og þetta sé dagbókin mín og það er ekki alveg það sem ég ætlaði mér að gera :P
2 Ummæli:
Það er alltaf gott að sjá fjölskylduna sína, hvort sem hún er stutt eða langt frá! Æðislegt að lesa hvað þér líður vel þarna úti dúllan mín. Hlakka til að sjá þig um áramótin. Kossar og knús á þig og kallinn!
takk fyrir okkur elskan, hlakka til að sjá þig um jólin:D
Skrifa ummæli
<< Heim