Allt á fullu!!
Nú er ég byrjuð að kenna niðri í skóla, kenni einn "danspúl" tíma í viku og svo einn góðann æfingatíma (maga, rass og læri) og tímarnir eru bara ágætlega vinsælir hjá mér. Miðað við það að þetta er minnsta æfinga"stúdíó" í heimi og það komast bara 10 inn í salinn en það er búið að vera fullbókað í þessari viku og er búið að fullbóka tímana í næstu viku líka. Það er nefnilega svoleiðis hér úti að maður þarf alltaf að skrá sig fyrirfram á netinu ef maður ætlar í einhvern leikfimistíma - og þetta er á öllum líkamsræktarstöðvunum - ég er búin að fara og prófa þessar tvær helstu, Fitness DK og Equinox, fínar stöðvar en HALLÓ! það er teppi á gólfunum í tækjasölunum - hvað er það!! mér finnst það frekar ósmekklegt. Svo er ekkert almennilegt teygjusvæði - maður hefur ekki alveg list á því að vera að teygja á sér á skítugu teppi... mér finnst nú að Danir ættu að skoða þetta eilítið. En N.B það er ekki teppi þar sem ég vinn, bara dúkur:P
knús frá Aarhus!!
1 Ummæli:
Það er bara alltaf nóg að gera hjá þér skvísa? Bið kærlega að heilsa kallinum. Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim