28. júlí 2005

Dagur 1 i Prag!!

Vid komum i gaer a hotelid ad ganga 11 ad kvoldi til! Flott hotel madur!! Geggjadur hiti uti i dag - Tekkar eru med gedveikt fyndinn hreim, enda oll ensku ordin theirra a 'i ha ha ha - kann ekkert a thetta lyklabord - erum a Charles Bridge!!!

27. júlí 2005

I am a turist!!

Núna er maður að klára að pakka - gera sig tilbúna fyrir sveitta borgarferð. Vika í Prag þar sem búið er að spá upp í 35° hita, sól og raka!! vúhú - sveitt borgarlíf. Ég og systa verðum þarna í viku á hóteli sem heitir Hótel Ibis. Ætlum að drekka ódýran bjór, borða ódýran mat, kaupa ódýrt skraut, fara á hjólabát, skoða fallegar byggingar, versla kristalljósakrónu og hafa endalaust gaman. Svo kemur maður heim næstkomandi miðvikudag og á þá örfáadaga eftir af sumarfríinu. Vonandi verð ég með einhverjar steiktar sögur af borgarlífinu í Prag :)

20. júlí 2005

Prag

Ég og Sara erum að fara til Prag í næstu viku og verðum í heila viku!! gaman gaman!! hlakka mikið til. Við förum með Heimsferðum og þetta er nokkurs konar pakkaferð en það er eitthvað sem ég hef ekki gert lengi - farið í pakkaferð í gegnum ferðaskrifstofu.

18. júlí 2005

Annie!

frumsýndum í gær - hryllilega gaman!! gekk mjög vel og við fengum ágætis dóma í mogganum

"Söngleikurinn Annie er skemmtileg sýning þar sem fagmannleg nákvæmni og sniðugar hugmyndir eru í jafnvægi og útgeislun leikaranna skilar sér út fyrir sviðsopið. Þannig tekst að yfirvinna að hluta ágalla leikverksins og gleðja áhorfendur sem gengu út úr Austurbæ í gær með bros á vör og sól í hjarta" (Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðið 18.07)

15. júlí 2005

Annie! Mikil gleði!

Annie verður frumsýnt á sunnudaginn... mikil gleði!

Ég er komin í sumarfrí.... mikil gleði!

Ég þarf ekki að kenna leikfimistíma fyrr en aðra vikuna í ágúst.... mikil gleði!

Er að fara í brúðkaup á morgun og líka 13. ágúst.... mikil gleði!

7. júlí 2005

Gleði og sorg tvinnast saman

Mikið búið að ganga á upp á síðkastið.

Ég útskrifaðist - Egilshöllin var ekki sú skemmtilegasta en það var gaman í veislunni og ennþá skemmtilegra í partýinu heima hjá mér um kvöldið :)

Fékk loksins helgarfrí síðustu helgi og skellti mér á ættarmót á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi - hryllilega gaman - alltof lengi að jafna mig eftir þá helgi

Sorglegar fréttir í gær - hjartað mitt brestur fyrir litlu systur mína og hennar vini. Ég samhryggist - Guð blessi minningu Steina.