I am a turist!!
Núna er maður að klára að pakka - gera sig tilbúna fyrir sveitta borgarferð. Vika í Prag þar sem búið er að spá upp í 35° hita, sól og raka!! vúhú - sveitt borgarlíf. Ég og systa verðum þarna í viku á hóteli sem heitir Hótel Ibis. Ætlum að drekka ódýran bjór, borða ódýran mat, kaupa ódýrt skraut, fara á hjólabát, skoða fallegar byggingar, versla kristalljósakrónu og hafa endalaust gaman. Svo kemur maður heim næstkomandi miðvikudag og á þá örfáadaga eftir af sumarfríinu. Vonandi verð ég með einhverjar steiktar sögur af borgarlífinu í Prag :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim