Til hamingju!
En elsku Þórhildur, Hannes og Sara Nadía.... Guffa, Siggi og Aldís Agla.... Orri, Sandra og Alexander.... til hamingju!!
Lítið danskt ævintýri
hvernig væri nú að kommenta ;)
En elsku Þórhildur, Hannes og Sara Nadía.... Guffa, Siggi og Aldís Agla.... Orri, Sandra og Alexander.... til hamingju!!
Nú er ég byrjuð að kenna niðri í skóla, kenni einn "danspúl" tíma í viku og svo einn góðann æfingatíma (maga, rass og læri) og tímarnir eru bara ágætlega vinsælir hjá mér. Miðað við það að þetta er minnsta æfinga"stúdíó" í heimi og það komast bara 10 inn í salinn en það er búið að vera fullbókað í þessari viku og er búið að fullbóka tímana í næstu viku líka. Það er nefnilega svoleiðis hér úti að maður þarf alltaf að skrá sig fyrirfram á netinu ef maður ætlar í einhvern leikfimistíma - og þetta er á öllum líkamsræktarstöðvunum - ég er búin að fara og prófa þessar tvær helstu, Fitness DK og Equinox, fínar stöðvar en HALLÓ! það er teppi á gólfunum í tækjasölunum - hvað er það!! mér finnst það frekar ósmekklegt. Svo er ekkert almennilegt teygjusvæði - maður hefur ekki alveg list á því að vera að teygja á sér á skítugu teppi... mér finnst nú að Danir ættu að skoða þetta eilítið. En N.B það er ekki teppi þar sem ég vinn, bara dúkur:P
knús frá Aarhus!!En já það var yndislegt að sjá þær, var ekki búin að gera mér grein fyrir því hvað ég saknaði fjölskyldu minnar mikið og ég mér finnst frekar erfitt að hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að sjá ma, pa og sys fyrr en eftir 3 mánuði í fyrsta lagi. En ég er stór stelpa og ég á eftir að meika það... það er nú gott að mér líður virkilega vel hér. Þegar ég hugsa til þess þegar ég var í skólanum í Cambridge þá sé ég það að þetta er rétti staðurinn fyrir mig að fara í skóla og búa... í Cambridge leið mér bara ekki vel, enda bara smástelpa á þeim tíma.
Núna er ég farin að blaðra eins og þetta sé dagbókin mín og það er ekki alveg það sem ég ætlaði mér að gera :P
Svo mætti maður í skólann á mánudeginum og þá allt í einu vissi maður hverjir allir væru og svona.... bara snilldin ein. Ég hvet alla til að fara í ASB ef fólk vill skella sér í master í viðskiptafræðifögum. Svo er ekki nóg með að félagslífið sé dúndur - þá er ég bara í alveg helvíti skemmtilegum fögum, viðskiptasálfræði, rannsóknaraðferðir og iðnaðarhagfræði - þetta eru bara skemmtileg fög
Ég sem sagt get ekki hætt að tala um hvað ég er ánægð hérna.... svo til að toppa allt saman þá eru mamma og Sara að koma í heimsókn á fimmtudaginn... djö, verður gott að sjá þær - ég hlakka mikið til að fá þær - sýna þeim hvað þetta er skemmtilegur staður. Ætli maður fari ekki með þær í tívolíið og svona ;)