28. nóvember 2004

Skrýtin vika!

Búið að vera fullt að gera - sem er alltaf bara gott. Lenti í hræðilegu atviki á miðvikudaginn.... var að kenna 7-9 ára hópnum mínum og einn nemandinn rennur og fer beint á skápinn sem er í salnum og viti menn - hún fær gat á hausinn, mér var ekki skemmt!! en þessi unga dama er svo mikil hetja að hún lét ekki heyra í sér heldur var bara sallaróleg þegar við vorum að hreinsa sárið hennar og svona......... en guð hvað manni bregður!!! Í gær var Dansbikarinn - svaka keppni hjá JSB, Íris var kynnir ha ha ha.... alltaf næ ég að koma mér í eitthvað svona en þetta var gaman og keppnin heppnaðist vel! En guð minn góður hvað ég var þreytt í fótunum - búin að standa í tæpa fjóra tíma á pinnahælum - fór þá bara heim þar sem systir mín var með partý en það hafði lítil áhrif á mig þar sem ég steinsofnaði!! Í dag var sýning hjá Dansráði Íslands og einn hópurinn minn var með atriði sem við vorum búnar að æfa í dágóðan tíma og þær voru ÆÐI!!! LANGFLOTTASTAR!!! LANG LANG FLOTTASTAR!! Ótrúlega stolt ;)

21. nóvember 2004

Skífupartý

Fór í svaka partý í gær - útgáfupartý hjá Skífunni, allt fljótandi í áfengi. Það var G&T bar, vodka bar, léttvínsbar og bjórskápar út um allt - bara fyllerí.... tók Ollý og Söru með mér og það var svaka stuð hjá okkur ................... ER EKKI HRESS Í DAG!!!

19. nóvember 2004

Dansleikhúsið

Ég ætla að vera dugleg að skrifa um hvað er að gerast hjá Dansleikhúsinu því að mér finnst þetta alveg svakalega öflugt verkefni og mikilvægt til að skapa vettvang fyrir unga listamenn á danssviðinu. Ég er búin að taka þátt í sýningum Dansleikhússins síðastliðin tvö ár og hefur Dansleikhúsið yfirleitt verið með sýningar í apríl/maí; fyrst 2002 (var ekki með þá) á stóra sviði Borgó, svo 2003 á nýja sviði Borgó og svo núna vorið 2004 á stóra sviði Borgó.... og þetta verður flottara með hverju árinu. Núna er ætlunin að vera með sýningu á nýja sviði Borgó í apríl 2005 og svo er stefnt að því að hafa aðra sýningu í nóvember - umfang Dansleikhússins verður sífellt meira sem er bara ánægjuefni :) Ég verð sem sagt með núna í vor sem mér finnst æði af því að það er í raun frekar takmarkað hvað maður getur verið að dansa lengi og vil ég nýta öll þau tækifæri sem ég fæ. Núna verð ég í verki Irmu Gunnarsdóttur (hef dansað í verkum hennar undanfarin tvö ár) og svo verð ég í verki Ólafar Ingólfsdóttur sem ég hef reyndar aldrei unnið með en ég er ótrúlega spennt fyrir því, hlakka mikið til að fara að æfa þessi tvö verk.... og það er frábært að fá tækifæri að vinna með nýjum höfundi og líka gott að vinna með Irmu þar sem hún þekkir svo vel hvað maður getur gert og svona.... gaman gaman... meiri fréttir af Dansleikhúsinu síðar :)

17. nóvember 2004

London - Bara gaman!!

Mikið rosalega var nú gott að sjá hana Þóru mína..... æðislegt að vera í London, æðislegt að versla í London og æðislegt að dansa í London. Ég mætti til London á fös kveldi - við fórum þá og fengum okkur smá snæðing og kíktum svo á samnemendur Þóru á LSE pöbbnum - svaka spes staður en mikil stemmning og stuð :) Svo var það laugardagurinn, Þóra nýtti daginn til að læra og ég fór í danstíma í THE PLACE, flottur tími.... kíkti svo á Oxford circus-viðbjóðinn - ALLT OF MIKIÐ AF FÓLKI!!! Fór bara til að kíkja í top shop en ég gat hreinlega ekki hugsað þar inni og labbaði út með ALLT OF DÝRT belti - en ógó flott belti... ekki hægt að neita því :) Fórum á Birgittu Jóns á laugardagskvöldið og stendur Birgitta alltaf fyrir sínu en myndin er víst aðeins öðruvísi en bókin (ekki láta ykkur bregða þið sem eruð búin að lesa bókina). Mikið svakalega er dýrt í bíó í UK!! um 1400 kr!!! Eftir bíóið var farið að tjútta í London og það var nú bara mikið stuð og mikið gaman! Á sunnudaginn VERSLAÐI Íris og um kvöldið var farið á besta mexicanska staðinn á Leicester square.... við vorum svo ótrúlega þreyttar og saddar eftir matinn að við fórum bara snemma heim (eða um 22) og áttum gott nammi og video kvöld - ALIAS fyrsta sería (Íris flippaði aðeins í HMV)!!! Í gær, mánudag, fékk Þóru aftur að fara að læra og Íris fór að dansa og dansa og dansa. Fór fyrst í einhvern American jazz la la la - of auðveldur... svo fór ég í Shanies jazz og brá frekar í brún þegar kennarinn labbar inn sem minnti ótrúlega á Hjalta Úrsus, hann var svona risavaxinn vaxtaræktargæi - gerði ekkert með í æfingunum, labbaði á milli, lagaði, píndi og drap mann nánast.... og svo fór hann að kenna dans og kenndi þennan svaka sexý og hraða gelludans - ímyndið ykkur Hjalta úrsus að dansa eins og Britney Spears ha ha ha.... en þetta var magnaður þriggja klukkutíma danstími og ég er ennþá að DREPAST í líkamanum!!! En hvað er málið með veðrið - mæti til landsins í dag og það er bara bylur, ekki gaman að labba með allan farangurinn í átt að bílnum í bílageymslunni í þessu veðri og keyra svo á 70 til Reykjavíkur- úffffff............ En Þóra mín, takk aftur fyrir æðislega helgi!! Hlakka þvílíkt til að fá þig aftur heim eftir mánuð ;)

11. nóvember 2004

London here I come!!

Vúhú! á morgun er ég að fara til London að heimsækja hana Þóru mína - það ætti nú bara að vera gaman :) Við erum að fara á Bridget Jones á laugardaginn, svo út að borða og á tjúttið í Lúndunum - svo ætli maður fari ekki shopping á sunnudeginum og svo bara dansi dansi á mánudeginum......... ég hlakka svo til, ég bara hlakka svo til tralalalala

8. nóvember 2004

25 ára!

Ég er nákvæmlega jafn nálægt því að vera tvítug og að vera þrítug í dag..... ég held nú bara að það sé frekar töff. Í morgun vaknaði ég og áttaði mig á því að ég væri búin að ná því að verða korter í hundrað ára gömul.... jahérna hér.. En bleika afmælispartýið var á laugardaginn og var bara gaman og vil ég þakka þeim sem mættu æðislega fyrir kvöldið og takk fyrir mig - þetta var æði skæði :)

1. nóvember 2004

SCREENSAVER!!

magnað verk hjá dansflokknum - svakalega fallegt stykki og bersýnilega mjög krefjandi líkamlega því að maður sá það í lokin að þau voru orðin alveg SVAKALEGA þreytt - greyin... En mæli tvímælalaust með þessu verki!!

Ég er svo sybbin núna!!! þoli ekki að vera svona sybbin alltaf hreint - ég sem gerði EKKERT um helgina!