London - Bara gaman!!
Mikið rosalega var nú gott að sjá hana Þóru mína..... æðislegt að vera í London, æðislegt að versla í London og æðislegt að dansa í London.
Ég mætti til London á fös kveldi - við fórum þá og fengum okkur smá snæðing og kíktum svo á samnemendur Þóru á LSE pöbbnum - svaka spes staður en mikil stemmning og stuð :)
Svo var það laugardagurinn, Þóra nýtti daginn til að læra og ég fór í danstíma í THE PLACE, flottur tími.... kíkti svo á Oxford circus-viðbjóðinn - ALLT OF MIKIÐ AF FÓLKI!!! Fór bara til að kíkja í top shop en ég gat hreinlega ekki hugsað þar inni og labbaði út með ALLT OF DÝRT belti - en ógó flott belti... ekki hægt að neita því :)
Fórum á Birgittu Jóns á laugardagskvöldið og stendur Birgitta alltaf fyrir sínu en myndin er víst aðeins öðruvísi en bókin (ekki láta ykkur bregða þið sem eruð búin að lesa bókina). Mikið svakalega er dýrt í bíó í UK!! um 1400 kr!!! Eftir bíóið var farið að tjútta í London og það var nú bara mikið stuð og mikið gaman!
Á sunnudaginn VERSLAÐI Íris og um kvöldið var farið á besta mexicanska staðinn á Leicester square.... við vorum svo ótrúlega þreyttar og saddar eftir matinn að við fórum bara snemma heim (eða um 22) og áttum gott nammi og video kvöld - ALIAS fyrsta sería (Íris flippaði aðeins í HMV)!!!
Í gær, mánudag, fékk Þóru aftur að fara að læra og Íris fór að dansa og dansa og dansa. Fór fyrst í einhvern American jazz la la la - of auðveldur... svo fór ég í Shanies jazz og brá frekar í brún þegar kennarinn labbar inn sem minnti ótrúlega á Hjalta Úrsus, hann var svona risavaxinn vaxtaræktargæi - gerði ekkert með í æfingunum, labbaði á milli, lagaði, píndi og drap mann nánast.... og svo fór hann að kenna dans og kenndi þennan svaka sexý og hraða gelludans - ímyndið ykkur Hjalta úrsus að dansa eins og Britney Spears ha ha ha.... en þetta var magnaður þriggja klukkutíma danstími og ég er ennþá að DREPAST í líkamanum!!!
En hvað er málið með veðrið - mæti til landsins í dag og það er bara bylur, ekki gaman að labba með allan farangurinn í átt að bílnum í bílageymslunni í þessu veðri og keyra svo á 70 til Reykjavíkur- úffffff............
En Þóra mín, takk aftur fyrir æðislega helgi!! Hlakka þvílíkt til að fá þig aftur heim eftir mánuð ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim