Skrýtin vika!
Búið að vera fullt að gera - sem er alltaf bara gott. Lenti í hræðilegu atviki á miðvikudaginn.... var að kenna 7-9 ára hópnum mínum og einn nemandinn rennur og fer beint á skápinn sem er í salnum og viti menn - hún fær gat á hausinn, mér var ekki skemmt!! en þessi unga dama er svo mikil hetja að hún lét ekki heyra í sér heldur var bara sallaróleg þegar við vorum að hreinsa sárið hennar og svona......... en guð hvað manni bregður!!!
Í gær var Dansbikarinn - svaka keppni hjá JSB, Íris var kynnir ha ha ha.... alltaf næ ég að koma mér í eitthvað svona en þetta var gaman og keppnin heppnaðist vel! En guð minn góður hvað ég var þreytt í fótunum - búin að standa í tæpa fjóra tíma á pinnahælum - fór þá bara heim þar sem systir mín var með partý en það hafði lítil áhrif á mig þar sem ég steinsofnaði!!
Í dag var sýning hjá Dansráði Íslands og einn hópurinn minn var með atriði sem við vorum búnar að æfa í dágóðan tíma og þær voru ÆÐI!!! LANGFLOTTASTAR!!! LANG LANG FLOTTASTAR!! Ótrúlega stolt ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim