Dansleikhúsið
Ég ætla að vera dugleg að skrifa um hvað er að gerast hjá Dansleikhúsinu því að mér finnst þetta alveg svakalega öflugt verkefni og mikilvægt til að skapa vettvang fyrir unga listamenn á danssviðinu. Ég er búin að taka þátt í sýningum Dansleikhússins síðastliðin tvö ár og hefur Dansleikhúsið yfirleitt verið með sýningar í apríl/maí; fyrst 2002 (var ekki með þá) á stóra sviði Borgó, svo 2003 á nýja sviði Borgó og svo núna vorið 2004 á stóra sviði Borgó.... og þetta verður flottara með hverju árinu. Núna er ætlunin að vera með sýningu á nýja sviði Borgó í apríl 2005 og svo er stefnt að því að hafa aðra sýningu í nóvember - umfang Dansleikhússins verður sífellt meira sem er bara ánægjuefni :) Ég verð sem sagt með núna í vor sem mér finnst æði af því að það er í raun frekar takmarkað hvað maður getur verið að dansa lengi og vil ég nýta öll þau tækifæri sem ég fæ. Núna verð ég í verki Irmu Gunnarsdóttur (hef dansað í verkum hennar undanfarin tvö ár) og svo verð ég í verki Ólafar Ingólfsdóttur sem ég hef reyndar aldrei unnið með en ég er ótrúlega spennt fyrir því, hlakka mikið til að fara að æfa þessi tvö verk.... og það er frábært að fá tækifæri að vinna með nýjum höfundi og líka gott að vinna með Irmu þar sem hún þekkir svo vel hvað maður getur gert og svona.... gaman gaman... meiri fréttir af Dansleikhúsinu síðar :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim