31. október 2004
Enn ein róleg helgi - ætli þetta séu einhver merki um það að maður sé að vera gamall þegar maður tekur sér frí tvær helgar í röð til að vera alveg súperhress næstu helgi - afmælishelgina sjálfa!! svaka stuð!!
Sem sagt - gerði EKKERT um helgina! En er að fara í kvöld að sjá Screensaver með Íslenska dansflokknum - hlakka mikið til, held að þetta sé magnað verk - en ég kem með gagnrýni á morgun ;)
28. október 2004
Michael Angelo
Datt inn í heimildarmynd um Michael Angelo í gær - án efa eitt skemmtilegasta sjónvarpsefni sem ég hef séð - listaverkin eftir hann eru ótrúleg, langar svakalega að fara til Rómar núna og skoða hina syrgjandi Maríu og til Florens að skoða Davið...
24. október 2004
LONDON BABY!!!
ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON LIGGA LIGGA LÁI!!!
Ég var að kaupa farmiðann heim frá London þannig að það er á hreinu I AM GOING!! ætla fara í fullt af danstímum & spend some quality time with my good friend Thora!!
Hlakka þvílíkt til - þetta er svona afmælisgjöf til mín frá mér og ekki neitt svakalega dýr afmælisgjöf þar sem miðinn fram og tilbaka kostaði heilar 117 kr eða 4617 krónur íslenskar með sköttum - geri aðrir betur.... og svo fæ ég að gista á gólfinu hjá Þóru minni ..... I am so excited :)
London here i come !!
23. október 2004
Róleg helgi
þetta er sem sagt sallaróleg helgi hjá mér núna - kominn tími til enda orðin of langþreytt.... en hvers lags frammistaða er þetta í blogginu, ég gleymdi að skrifa um mató sem var síðustu helgi. Hún Cilla mín bauð okkur heim á Leifsgötuna þar sem við fengum þessa dýrindis þriggja rétta máltíð. Ég mætti í fyrra laginu til að hjálpa Cillu að fægja silfrið með tannkremi.... já gott fólk, með tannkremi!! geri aðrið betur - þar fáið þið húsráð mánaðarins.
Þegar allar matópjöllurnar voru mættar var sest til borðs og við átum, átum og átum. Fyrst var það einhver portobello sveppa snilld, svo svínalundir og að lokum SYNDIN MIKLA, blaut súkkulaðikaka (ooooh myyyy gooooooood) - GEÐVEIKT! Svo var bara sötrað smá létt með og spjallað langt fram eftir. Ég var nú bara í rólegri kantinum en þar sem ég var nú með gistiaðstöðu hjá Cillu þá varð maður að kíkja örstutt í bæinn og ég ítreka örstutt..... svaf í einhvern klukkutíma um nóttina. Það var ekki það ég hafi verið eitthvað vel glasi, þvert á móti, bara létt kennd og high on life...... hitti endalaust af fólki í bænum og það var bara endalaust gaman - mæli með því að fara í bæinn og sjá virkilega hvað er að gerast í kringum manni, bara skemmtilegast. Já, ástæðan fyrir því að ég svaf svona lítið var sú að við vorum á chattinu alltof lengi (til að verða níu um morguninn) - reyndi svo að sofa eitthvað í sófanum hjá henni Cillu en gafst svo upp og fór heim um ellefu leytið.... stórskemmtilegur matarklúbbur ;)
Próf viðbjóður -framhald!!
jæja, þá er þetta búið! viðbjóður viðbjóðanna - sögupróf!!
Missti af FAME partýi út af þessum viðbjóð - er ekki neitt alltof sátt í dag..... en hlakka til að geta slappað af í dag og haft það gott :)
Ég er svo að fara á eftir að vera með í gæsun í ca hálftíma - er að fara að kenna ungri gæs að dansa eighties dans - bara stuð :)
22. október 2004
PRÓF VIÐBJÓÐUR!
Guð hvað ég hlakka til þegar ég verð búin með þennan háskóla - ótrúlegt hvað þessi endasprettur er erfiður. Reyna að klára þennan EINA kúrs sem ég á eftir, skrifa ritgerðina og Vinna eins og maníak!!!
Hey ég þarf að fara að panta miða heim frá LONDON - þegar ég fer að heimsækja hana Þóru mína í nóvember :)
19. október 2004
18. október 2004
Bílhurðin réðst á nebbann!!
Írisi tókst hið ómögulega....... var að klára að kenna litlu stelpunum mínum kl 19 í kvöld, garnagaulið var farið að yfirgnæfa vælið í britney spears og endalaust suð var fyrir eyrunum eftir lætin í litlu dömunum, ég vildi bara komast heim og fá mér eitthvað gott að borða og bráðna fyrir framan sjónvarpið. Soldið hvasst úti og Íris var að stíga inn í fallega KA bílinn sinn þegar það kemur þessa geðsjúki vindgustur sem veldur því að bílhurðin skellist beint á andlitið á mér. Sjúklegur sársauki og mátti greina tvö, þrjú tár titra í augnkrókanum út af sársaukanum. Ég lít svo í baksýnisspegilinn og sé þetta fallega blóðuga nef og þar sem ég hafði tekið strax utan um nefið eftir að bílhurðin réðst á mig þá var höndin öll í blóði líka.... ÍRIS VAR Í FYRSTA SKIPTIÐ AÐ FÁ BLÓÐNASIR!! Gat ekki hugsað mér að hlaupa inn í HK heimilið alblóðug þar sem litlu stelpurnar mínar sátu og biðu eftir að vera sóttar þannig að ég reyndi hvað ég gat að finna eitthvað til stöðva blæðinguna, var með tissjú í hanskahólfinu þannig að ég keyrði af stað með aðra hendina um nefið og hina á stýrinu.... guð sé lof þá er ekki langt að fara heim. Kem svo heim og familyan fær sjokk þegar hún sér blóðugan jazzballettkennarann (hvað voru þessar 6-8 ára stelpur að gera henni Írisi!?!?) og enginn vissi hvað ætti að gera því að þetta er svona NON-BLOODYNOSESFAMILY.... en svo hætti að blæða og þá kom í ljós að ég hafði fengið þennan fallega skurð í vinstri nösina - sætt!! þannig að núna er ég dofin í framan eftir að hafa fryst andlitið svona allsvakalega og bíð spennt eftir því að sjá hvort að ég verði alveg afskræmd í fyrramálið..... En fyrirgefið, á að vera hægt að skella bílhurð á nefið á sér!?!?!
14. október 2004
ÍRIS ER BÚIN AÐ BREYTA LÚKKINU!!
Núna er ég hætt í þessu bleika væmna dóti og orðin aðeins meira morbit ;)
Draumar eru yndislegir! mig dreymdi að ég væri stödd í New York en samt var þetta mjög svipað allt og er í London þannig að þetta var svona nett sambland. Ég var þar með systur minni og við vorum að versla (eins og okkur einum er lagið)... svo kynnist ég manni þarna úti og verð alveg svona yfir mig ástfangin af honum og þetta var allt svo eitthvað saklaust og fallegt ha ha ha, fyndið hvað maður upplifir tilfinningar í draumi sterkt. Rosa góður draumur maður!!
11. október 2004
okey Íris er alveg búin á því... mánudagur eru erfiðusta dagarnir. Kenni kl 6:30 og 7:30 og svo aftur þrjá tíma seinna um daginn. Væri eflaust ekki erfitt ef þetta væri svona á þriðjudögum eða miðvikudögum... það er bara svo erfitt að vakna snemma fyrsta daginn eftir helgi og þá sérstaklega þegar maður hefur verið á góðu sprelli um helgina......... úfff mánudagar.
Mig langar soldið að flytja til útlanda... pæling
JÆJA fyrir utan afmælið mitt og FAME-lokahófið/mató þá verður ekkert meira djamm á Írisi 2004.......... bara búin að vera í bullinu og er hér með hætt!!! núna þarf ég að einbeita mér að þessu blessaða námi mínu og hætta öllu rugli.... takk fyrir..
6. október 2004
5. október 2004
Það er ótrúlega gaman í fimmtugsafmælum. Pabbi gamli varð fimmtugur um helgina og var haldin veisla honum til heiðurs á laugardaginn síðasta í salnum sem er fyrir ofan American style í skipholti (maður hefur farið í einhver partýin þar). Veislan byrjaði kl 17 og átti að standa til 21 í salnum. Nóg var af áfengi en Íris sötraði hálft hvítvínsglas frá 17 til 20 af því að við systurnar vorum búnar að skipuleggja atriði handa honum pabba - við klæddum okkur í liverpool galla og sungum You will never walk alone, LIVERPOOLlagið ;) Eins og við mátti búast þá slógum við í gegn en gleymdumst fljótt þegar næsta atriði kom. Við ákváðum nefnilega að gefa pabba skemmtiatriði í afmælisgjöf - okkur datt ekkert annað í hug til að gefa honum!! Við fengum þrjá vaska menn úr BREIÐBANDINU til að skemmta okkur og voru þeir hrein snilld, salurinn ætlaði bókstaflega að rifna af hlátri og þegar þeir voru búnir flykktist fólkið að þeim eins og mestu grúbbíur og þeir rokseldu geisladiska og voru komnir með sinaskeiðabólgu eftir allar eiginhandaráritanirnar!! Við völdum rétt þarna þegar við ákváðum að gefa pápa þetta - hann var mjög sáttur :) Núna gat Íris sem sagt fengið sér almennilega í glas og var hverju hvítvínsglasinu slátrað á fætur öðru og Íris dottin í svaka chatt með fyrrum skólastjóra sínum (eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi). Já, ég og Sigurjón spjölluðum mikið um Hólabrekkuskóla og nú líður mér eins og ég hafi aldrei hætt í skólanum ha ha ha.. Eins og við mátti búast þá var veislan ekki búin kl 21 og var fólk að fara um 22... við brunuðum þá með afganga, gjafir og fleira upp í brekkusel og haldið var áfram þar... þar var enn meira hvítvín drukkið og held ég bara að ég hafi sjaldan drukkið jafn mikið hvítt og þetta kvöld. Svo þegar klukkan var orðin 1 þá ákvað Íris að kíkja í þrítugsafmæli hjá JGG eiginmanni Hörpu og sendi pabbi mig með gjöf handa honum - þennan svaka fína vindil. JGG var nú ekki ósáttur með þessa gjöf og var kveikt í vindlinum um leið og hann fékk hann í hendurnar!! Þetta var dúndur partý hjá JGG en verður Íris að viðurkenna að hún var nú orðin frekar þoglumælt þegar hún mætti þangað (kemur fyrir besta fólk) - en svo var farið í bæinn og kíkt inn á nokkra staði en ekki staldrað lengi við á hverjum stað.... Íris endaði svo kvöldið að labba upp laugaveginn á táslunum (var orðin svo þreytt í fótunum) að leita að leigubíl - fínn endir á frábæru kveldi!!
1. október 2004
Jæja jæja, skrýtið að eiga helgi þar sem ekki er FAME sýning - ég á eftir að sakna þessarar sýningar, ótrúlega gaman að taka þátt í henni!!!
En núna um helgina er mikið í gangi, rólegt í kvöld en á morgun heldur gamli karlinn upp á fimmtugsafmælið sitt... já pápi er orðinn hálfrar aldar gamall og verður ágætis gill til að fagna því :)