Róleg helgi
þetta er sem sagt sallaróleg helgi hjá mér núna - kominn tími til enda orðin of langþreytt.... en hvers lags frammistaða er þetta í blogginu, ég gleymdi að skrifa um mató sem var síðustu helgi. Hún Cilla mín bauð okkur heim á Leifsgötuna þar sem við fengum þessa dýrindis þriggja rétta máltíð. Ég mætti í fyrra laginu til að hjálpa Cillu að fægja silfrið með tannkremi.... já gott fólk, með tannkremi!! geri aðrið betur - þar fáið þið húsráð mánaðarins.
Þegar allar matópjöllurnar voru mættar var sest til borðs og við átum, átum og átum. Fyrst var það einhver portobello sveppa snilld, svo svínalundir og að lokum SYNDIN MIKLA, blaut súkkulaðikaka (ooooh myyyy gooooooood) - GEÐVEIKT! Svo var bara sötrað smá létt með og spjallað langt fram eftir. Ég var nú bara í rólegri kantinum en þar sem ég var nú með gistiaðstöðu hjá Cillu þá varð maður að kíkja örstutt í bæinn og ég ítreka örstutt..... svaf í einhvern klukkutíma um nóttina. Það var ekki það ég hafi verið eitthvað vel glasi, þvert á móti, bara létt kennd og high on life...... hitti endalaust af fólki í bænum og það var bara endalaust gaman - mæli með því að fara í bæinn og sjá virkilega hvað er að gerast í kringum manni, bara skemmtilegast. Já, ástæðan fyrir því að ég svaf svona lítið var sú að við vorum á chattinu alltof lengi (til að verða níu um morguninn) - reyndi svo að sofa eitthvað í sófanum hjá henni Cillu en gafst svo upp og fór heim um ellefu leytið.... stórskemmtilegur matarklúbbur ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim