Það er ótrúlega gaman í fimmtugsafmælum. Pabbi gamli varð fimmtugur um helgina og var haldin veisla honum til heiðurs á laugardaginn síðasta í salnum sem er fyrir ofan American style í skipholti (maður hefur farið í einhver partýin þar). Veislan byrjaði kl 17 og átti að standa til 21 í salnum. Nóg var af áfengi en Íris sötraði hálft hvítvínsglas frá 17 til 20 af því að við systurnar vorum búnar að skipuleggja atriði handa honum pabba - við klæddum okkur í liverpool galla og sungum You will never walk alone, LIVERPOOLlagið ;) Eins og við mátti búast þá slógum við í gegn en gleymdumst fljótt þegar næsta atriði kom. Við ákváðum nefnilega að gefa pabba skemmtiatriði í afmælisgjöf - okkur datt ekkert annað í hug til að gefa honum!! Við fengum þrjá vaska menn úr BREIÐBANDINU til að skemmta okkur og voru þeir hrein snilld, salurinn ætlaði bókstaflega að rifna af hlátri og þegar þeir voru búnir flykktist fólkið að þeim eins og mestu grúbbíur og þeir rokseldu geisladiska og voru komnir með sinaskeiðabólgu eftir allar eiginhandaráritanirnar!! Við völdum rétt þarna þegar við ákváðum að gefa pápa þetta - hann var mjög sáttur :) Núna gat Íris sem sagt fengið sér almennilega í glas og var hverju hvítvínsglasinu slátrað á fætur öðru og Íris dottin í svaka chatt með fyrrum skólastjóra sínum (eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi). Já, ég og Sigurjón spjölluðum mikið um Hólabrekkuskóla og nú líður mér eins og ég hafi aldrei hætt í skólanum ha ha ha.. Eins og við mátti búast þá var veislan ekki búin kl 21 og var fólk að fara um 22... við brunuðum þá með afganga, gjafir og fleira upp í brekkusel og haldið var áfram þar... þar var enn meira hvítvín drukkið og held ég bara að ég hafi sjaldan drukkið jafn mikið hvítt og þetta kvöld. Svo þegar klukkan var orðin 1 þá ákvað Íris að kíkja í þrítugsafmæli hjá JGG eiginmanni Hörpu og sendi pabbi mig með gjöf handa honum - þennan svaka fína vindil. JGG var nú ekki ósáttur með þessa gjöf og var kveikt í vindlinum um leið og hann fékk hann í hendurnar!! Þetta var dúndur partý hjá JGG en verður Íris að viðurkenna að hún var nú orðin frekar þoglumælt þegar hún mætti þangað (kemur fyrir besta fólk) - en svo var farið í bæinn og kíkt inn á nokkra staði en ekki staldrað lengi við á hverjum stað.... Íris endaði svo kvöldið að labba upp laugaveginn á táslunum (var orðin svo þreytt í fótunum) að leita að leigubíl - fínn endir á frábæru kveldi!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim