18. október 2004

Bílhurðin réðst á nebbann!!

Írisi tókst hið ómögulega....... var að klára að kenna litlu stelpunum mínum kl 19 í kvöld, garnagaulið var farið að yfirgnæfa vælið í britney spears og endalaust suð var fyrir eyrunum eftir lætin í litlu dömunum, ég vildi bara komast heim og fá mér eitthvað gott að borða og bráðna fyrir framan sjónvarpið. Soldið hvasst úti og Íris var að stíga inn í fallega KA bílinn sinn þegar það kemur þessa geðsjúki vindgustur sem veldur því að bílhurðin skellist beint á andlitið á mér. Sjúklegur sársauki og mátti greina tvö, þrjú tár titra í augnkrókanum út af sársaukanum. Ég lít svo í baksýnisspegilinn og sé þetta fallega blóðuga nef og þar sem ég hafði tekið strax utan um nefið eftir að bílhurðin réðst á mig þá var höndin öll í blóði líka.... ÍRIS VAR Í FYRSTA SKIPTIÐ AÐ FÁ BLÓÐNASIR!! Gat ekki hugsað mér að hlaupa inn í HK heimilið alblóðug þar sem litlu stelpurnar mínar sátu og biðu eftir að vera sóttar þannig að ég reyndi hvað ég gat að finna eitthvað til stöðva blæðinguna, var með tissjú í hanskahólfinu þannig að ég keyrði af stað með aðra hendina um nefið og hina á stýrinu.... guð sé lof þá er ekki langt að fara heim. Kem svo heim og familyan fær sjokk þegar hún sér blóðugan jazzballettkennarann (hvað voru þessar 6-8 ára stelpur að gera henni Írisi!?!?) og enginn vissi hvað ætti að gera því að þetta er svona NON-BLOODYNOSESFAMILY.... en svo hætti að blæða og þá kom í ljós að ég hafði fengið þennan fallega skurð í vinstri nösina - sætt!! þannig að núna er ég dofin í framan eftir að hafa fryst andlitið svona allsvakalega og bíð spennt eftir því að sjá hvort að ég verði alveg afskræmd í fyrramálið..... En fyrirgefið, á að vera hægt að skella bílhurð á nefið á sér!?!?!

1 Ummæli:

Blogger Harpa sagði...

Áááááááiiiiiiii!!! Þetta hefur ekki verið gott :o(

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim