26. nóvember 2007

Xmas party!!

Síðastliðinn laugardag var jóladinner hjá markaðsfræðinni. Við íslensku stelpurnar vorum orðnar spenntar fyrir því að dressa okkur upp og eiga gott síðasta djamm fyrir próf. Bjuggumst náttúrulega við dúndurkvöldi, með verðlaunaafhendingu og pakkaleik. Við byrjuðum auðvitað heima hjá Mörtu með cosmopolitan og skelltum okkur svo á Klubben þar sem dinnerinn var

Þegar við mættum á Klubben þá sáum við, okkur til mikillar gleði, að það voru allir dressaðir upp... hjúkk, ekki annað 80's party dæmi þar sem við vorum einar uppdressaðar...

Það var frekar fámennt en góðmennt þetta kvöld og var þetta bara ágætis skemmtun í alla staði fyrir utan smá..... Þessi blessaða nefnd sem sér um svona hluti er svo gjörn á því að hætta við hluti, voru t.d búin að senda út bréf þar sem allir áttu að fylla út einhver nominations - sem er náttúrulega bara húmor og við íslensku stelpurnar erum nú ekki þekktar fyrir annað en að taka þátt í svona húmor.... en það var hætt við það á kvöldinu - vantaði svo marga sem voru útnefndir - hello, just improvise... en það var ekki málið og því var sleppt... æi, þetta er í annað skiptið sem nefndin hættir við eitthvað á athöfninni sjálfri og persónulega finnst mér það ekki kúl... þetta er allaveganna eitthvað sem mundi aldrei gerast í íslensku háskóla félagslífi ;) - En þrátt fyrir það var mjög gaman :)

18. nóvember 2007

Hin eilífa þreyta!

Núna er ég farin að hlakka til að komast heim til Íslands 20.desember og komast í smá frí. Það er svo mikil geðveiki framundan núna - risastór lokaverkefni 3.desember og svo fyrsta lokaprófið 15.des. Það er allaveganna nóg að gera þessa dagana og ég er svooooo þreytt... Ég ætla svo að njóta þess að koma heim til Íslands, vera með fjölskyldunni og heimsækja vini og slaka aðeins á... svo fer maður aftur í skólageðveikina.... En já, ég kem sem sagt heim seint að kvöldi til, 20.desember :)

10. nóvember 2007

Takk kærlega fyrir mig!

Já það er víst þannig að maður á bara afmæli einu sinni á ári og það er soldið spes að vera fjarri fjölskyldu og vinum á þessum degi. En ég átti mjög notalegan afmælisdag og vil ég bara þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar sem ég fékk í gegnum bloggsíðuna, sms og fleira. Gaman að vita af því að fólk hugsi til manns :)

Svo er nú ekki leiðinlegt að fá senda afmælispakka frá Íslandi á afmælisdeginum :) takk takk takk mamma, pabbi og Sara.... þetta var ótrúlega flott sem þið senduð mér - ég á eftir að nota þetta rosalega mikið!!

3. nóvember 2007

Karlakvöldin eru nú aðeins meira spennandi ;)

Það var karla og kvenna kvöld á fimmtudaginn hjá MarS - nemandafélagi mastersnema í markaðsfræði. Stelpurnar hittust í vel bleikri skólastfofu og fengu að snæða gómsæta grænmetisböku. Svo kom highlightið - förðunarfræðingur frá MAC - sem var með sýnikennslu á normal, smóký og litaförðun - allt gott og blessað nema það að þetta endaði þannig að stelpurnar voru að prófa að mála sig og það stóð yfir í hátt í 4 klst... við íslensku stelpurnar vorum nú ekki lengi að mála okkur og sátum svo bara og þömbuðum breasera - við héldum að þetta ætti að vera DJAMM en ekki eitthvað náttfatapartý.

Það var alltaf planið að fara svo og hitta strákana seinna meir en svo voru einvherjar stúlkur sem voru ekki alveg að nenna því þannig að það var bara blásið af.....WHAT!! IS THIS IT!! Hópur af stelpum að hittast og MÁLA SIG í marga marga klukkutíma. Íslensku stelpurnar voru ekki að taka það í mál þannig að við skelltum okkur þrjár til strákanna - sem var SOOOOO MUCH MORE FUN!! Þeir voru náttúrulega allir pissfullir og skemmtilegir, við slógum náttúrulega alveg í gegn að mæta þarna og djamma með þeim.

Og vitið til - þetta djamm entist til 4 um nóttina - hryllilega gaman! - sýndi manni það að það er miklu skemmtilegra á karlakvöldum heldur en konukvöldum - við fengum ekki einu sinni strippara, HVAÐ ER ÞAÐ!! ;)