Takk kærlega fyrir mig!
Já það er víst þannig að maður á bara afmæli einu sinni á ári og það er soldið spes að vera fjarri fjölskyldu og vinum á þessum degi. En ég átti mjög notalegan afmælisdag og vil ég bara þakka öllum fyrir afmæliskveðjurnar sem ég fékk í gegnum bloggsíðuna, sms og fleira. Gaman að vita af því að fólk hugsi til manns :)
Svo er nú ekki leiðinlegt að fá senda afmælispakka frá Íslandi á afmælisdeginum :) takk takk takk mamma, pabbi og Sara.... þetta var ótrúlega flott sem þið senduð mér - ég á eftir að nota þetta rosalega mikið!!
1 Ummæli:
Vonandi naustu dagsins elska mín. Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim