Xmas party!!
Síðastliðinn laugardag var jóladinner hjá markaðsfræðinni. Við íslensku stelpurnar vorum orðnar spenntar fyrir því að dressa okkur upp og eiga gott síðasta djamm fyrir próf. Bjuggumst náttúrulega við dúndurkvöldi, með verðlaunaafhendingu og pakkaleik. Við byrjuðum auðvitað heima hjá Mörtu með cosmopolitan og skelltum okkur svo á Klubben þar sem dinnerinn var
Þegar við mættum á Klubben þá sáum við, okkur til mikillar gleði, að það voru allir dressaðir upp... hjúkk, ekki annað 80's party dæmi þar sem við vorum einar uppdressaðar...
Það var frekar fámennt en góðmennt þetta kvöld og var þetta bara ágætis skemmtun í alla staði fyrir utan smá..... Þessi blessaða nefnd sem sér um svona hluti er svo gjörn á því að hætta við hluti, voru t.d búin að senda út bréf þar sem allir áttu að fylla út einhver nominations - sem er náttúrulega bara húmor og við íslensku stelpurnar erum nú ekki þekktar fyrir annað en að taka þátt í svona húmor.... en það var hætt við það á kvöldinu - vantaði svo marga sem voru útnefndir - hello, just improvise... en það var ekki málið og því var sleppt... æi, þetta er í annað skiptið sem nefndin hættir við eitthvað á athöfninni sjálfri og persónulega finnst mér það ekki kúl... þetta er allaveganna eitthvað sem mundi aldrei gerast í íslensku háskóla félagslífi ;) - En þrátt fyrir það var mjög gaman :)
2 Ummæli:
Sæl dúllan. Það er bara alltaf partý í gangi hjá þér, en annars vonandi gengur vel í prófunum, tuff tuff. Hlakka til að sjá ykkur um áramótin hérna fyrir vestan.
Kveðja Brynja frænka.
Það er alltaf sama fjörið á þér elskan mín! Já gangi þér svakalega vel í prófunum, hef fulla trú á þér! Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim