Hin eilífa þreyta!
Núna er ég farin að hlakka til að komast heim til Íslands 20.desember og komast í smá frí. Það er svo mikil geðveiki framundan núna - risastór lokaverkefni 3.desember og svo fyrsta lokaprófið 15.des. Það er allaveganna nóg að gera þessa dagana og ég er svooooo þreytt... Ég ætla svo að njóta þess að koma heim til Íslands, vera með fjölskyldunni og heimsækja vini og slaka aðeins á... svo fer maður aftur í skólageðveikina.... En já, ég kem sem sagt heim seint að kvöldi til, 20.desember :)
1 Ummæli:
Við hlökkum líka til að fá þig heim. Það virðist alltaf vera nóg að gera ó þessu blessaða námi. Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim