Tala of mikla ensku - ekki nóg af dönsku!
Það er einn ókostur við það að vera í námi sem kennt er á ensku - maður talar BARA ensku allan daginn, enga dönsku. Maður reynir svo sem að snakka lidt dansk nar vi har en MarS fest men..... jamm, það er ekki nóg. Hrafnkell sagði við mig að þegar þú ert byrjuð að dreyma á dönsku þá ertu í góðum málum ennnn mig er sko ekki farið að dreyma á dönsku, mig dreymir á ensku. Ég er meira að segja farin að tala upp úr svefni á ensku. Elsku Hrafnkell minn var að ýta mér aðeins of mikið út í horn og þá kom upp úr mér - Sweety, would you mind moving your legs, I am a bit crammed in the courner here ........ eigum við að ræða það!! ég hélt ég mundi fá kast yfir sjálfri mér og svo gerðist það aftur tveimur dögum síðar. Nú er sem sagt málið að skella sér í dönsku tíma!!
2 Ummæli:
Takk fyrir myndskilaboðin og fallegu gjöfina elsku Íris mín. Við erum ekkert smá ánægð. Kossar og knús á þig og kallinn
haha vá en fyndið, shii hefði viljað heyra þetta:)
Skrifa ummæli
<< Heim