Kryddið er löngu búið!
Hér sit ég og les undir síðasta prófið - það er auðvitð stærsta prófið en það heldur manni gangandi að eftir þetta próf er maður búinn og verður þá á leiðinni til Íslands :)
Það hefur gengið ágætlega í prófunum hingað til... en mikið svakalega var ég búin að gleyma því hvað það er þreytandi að vera í prófum. Var í prófi í gær sem gekk bara vel en vá þegar ég kom heim þá leið mér eins og ég hafi verið að hlaupa maraþon, ótrúlega þreytt. En ég varð að nýta daginn og klára jólagjafir þannig að þegar ég kom heim þá átti ég ljúfa stund upp í sófa - hrjótandi.
En út í annað. Hvað er þetta með þessar Kryddpíur, a.k.a Spice girls. Þær eru allar komnar vel yfir þrítugt og eru komnar með comeback, í ennþá þrengri og revealing fötum en áður. Mér finnst þetta nú bara sorglegt... fyrir utan það að nýja lagið þeirra er svo ömurlegt, ég höndla það svo engan veginn. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvaða markhóp eru þær að reyna að sækja í? Þær voru svona súper vinsælar fyrir áratugi síðan hjá ungum stúlkum sem dreymdu endalaust um það að vera annað hvort posh eða baby spice. Eru þær að reyna að sækja í þennan hóp aftur - sem nú er kominn yfir tvítugt. Eða eru þær að reyna að sækja í nýjan markhóp - annað hvort litla fólkið í dag eða fullorðnu unglingana... fyrir mitt leiti þá væri ég ekki hrifin af því ef að ég ætti dóttur og hún færi að taka t.d. Geri Halliwell sér til fyrirmyndar eins og hún er í nýja myndbandinu. Ég bara fatta þetta ekki með að þær séu að geta komið með comeback og þurfti aðeins að tjá mig um þetta....
3 Ummæli:
vááá sammála, vááá, þetta er svooo lélegt lag, oj barasta... og hvað þá myndabandið shittt... glatað, og hvað er Geri að spóka sig þarna, eitthvað að spenna magavöðvana og eitthvað....sorglegt! shæse mann
Ég er einnig sammála! Geri er bara líka ógeðslega horuð.
Hlakka til að sjá þig elsku Íris mín. Góða ferð heim á klakann
verð að bæta aðeins við - sá Victoriu Secret tískusýninguna í sjónvarpinu í gær og þessar blessuðu kryddpíur voru að skemmta.... jesús, þetta minnti mig soldið á comebackið hennar Britney á MTV... frekar sárt að horfa á stífar hreyfingar og obvious mime...
Skrifa ummæli
<< Heim