13. desember 2007

10 dagar í jól og ég er svo þreytt!

Ótrúlegt hvað það styttist óðfluga í jólin - bara vika í það að ég komi heim á klakann. En mikið rosalega er ég orðin þreytt. Þetta er erfiðasta próftörn sem ég hef nokkurn tímann verið í. Er einmitt að reyna að læra núna en það gengur eitthvað erfiðlega, er ennþá í smá sjokki eftir munnlega prófið sem ég tók í dag. Ekki alveg að gera sig - ég náði prófinu alveg - en þetta var svo ekki að gera sig. Fengum svo að vita að við höfðum gert lokaverkefnið vitlaust og það er eiginlega aðalmálið í lokaeinkunninni... En halló, við erum með leiðbeinanda sem fannst bersýnilega ekki við hæfi að benda okkur á að við værum að gera eitthvað vitlaust svo að við gætum lært af því og leiðrétt.... nei nei, vildi bara leyfa heimsku útlendingunum að rugla aðeins. En ég verð nú samt að minnast á það að verkefnið var mjög gott - það var bara ekki alveg rétt... en maður lærir bara af mistökunum, sei la ví!

En næsta próf er á laugardaginn - einn dagur til að læra undir það þannig að það er bara um að gera að negla það svona all svakalega. Nú er bara málið að rústa síðustu prófunum og detta svo í það í fluginu heim til Íslands ha ha ha!!

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

já sammála, fylllleríííí:)

7:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim