Stundum er það bara 80's
Það var sem sagt 80's kvöld á Klúbbnum á föstudaginn og við íslensku stelpurnar létum okkur ekki vanta. Hittumst heima hjá Mörtu - hækkuðum 80's tónlistina í botn og dressuðum okkur í brjáluð 80's outfit!
Núna vorum við ready til að fara á tjúttið - og vorum við tilbúnar að fara að hitta fullt af kolklikkuðum dönum í sjúkum 80's fötum!
En vitið hvað - Danir eru bara nett bældir þegar kemur að þessu! við vorum nánast þær einu sem voru SO 80'S - en við létum það nú ekki stoppa okkur (enda nokkrir Cosmóar komnir í kerfið) og við tjúttuðum eins og við ættum pleisið. Reyndar tók alteregóið við völdum þetta kvöld, Starlight var alveg að meika það!
En svo byrjaði að birta til þegar tveir dúndur hressir danir mættu, skærbleikir á svæðið og þá vorum við loksins 5 úperdressuð og 100 lúðar... En Starlight lét það sko ekki stoppa sig í tjúttinu!!
1 Ummæli:
heheheh geggjað, það er svo gaman að dressa sig svona upp:)
Skrifa ummæli
<< Heim