Gott veður i Aarhusum!
Það er fáranlegt hvað það er búið að vera gott veður hérna - manni mundi aldrei detta í hug að vera bara í glampandi sól og blíðu í Danmörku þegar það er kominn október... bara æðislegt!!
Erum að fara á tónleika í kvöld - Pétur Ben í Voxhall... hlakka til að vera í góðum fíling í kvöld, hlusta á góða tónlist með danskan bjór við hönd.
Annars er ég bara á fullu að undirbúa mig fyrir fyrsta prófið sem er eftir tvær vikur, gaman. Einnig var ég að fá að vita að ég verð í prófi vikuna 17 - 22. desember þannig að ég kemst eflaust ekki heim til Íslands fyrr en á þorláksmessu. En vonandi verð ég ekki í neinum prófum í janúar þannig að þá get ég verið aðeins lengur á Íslandi í janúar :)
1 Ummæli:
Við skulum vona það elskan mín, að þú fáir að vera aðeins lengur með fjölskyldunni! Kossar og knús
Skrifa ummæli
<< Heim