hæ hæ!!! jæja enn önnur helgin liðin.......... ég var nú róleg um helgina fyrir utan endalausar æfingar. Við byrjuðum að æfa fyrir Eurovision sýninguna á broadway í gær, það á að frumsýna á fös þannig að þetta verður þokkaleg keyrsla. Byrjuðum að æfa annað verk fyrir dansleikhúsið þannig að það bætist alltaf eitthvað við :) Fór í svaka flott afmæli hjá Siggu á föstudaginn á Skuggabarnum (langt síðan maður fór þangað síðast) :)
24. mars 2003
18. mars 2003
Maður er engan veginn nógu duglegur að blogga - búið að vera nóg að gera upp á síðkastið. Var Le Sing sýning á föstudaginn og svo kíktum við á Berglindi og Gumma á laugardagskvöldið og þá var auðvitað bara rætt um utanlandsferðina............... ég held að við séum að fara í skemmtiferðasiglingu, ÞETTA VERÐUR GEGGJAÐ!!! Annars erum við að fara að flytja aftur upp í Kópavog til að passa Arnar Boga, það er nú bara fínt :)
13. mars 2003
Garg, Rósa frænka er í heimsókn og ég er ekki að meika það.......... fæ alltaf hausverk dauðans þegar hún kemur!!!!!!!!!!!!
11. mars 2003
Jæja, þetta var nú viðburðarík helgi. Á föstudaginn þá var Le Sing sýningin og hún gekk bara svona glimrandi vel, við vorum algjörar píur. Svo kom maður heim og þar var bara þrusu partý - Gunni bauð öllum frændsystkinunum í heimsókn á Laugaveginn og það var partý þar til hálf fimm. Á laugardeginum var bara farið á æfingar eins og svo oft áður, kíkt á skómarkað, verslaði tvö skópör og svo um kvöldið fór ég með múttu á Píkusögur - ALGJÖR SNILLD!!!! Sunnudagurinn var í rólegri kantinum, fórum í mat til múttu og svo á kaffihús með stelpunum............... nóg að gera þessa helgina eins og svo oft áður.
4. mars 2003
Langt síðan maður skrifaði síðast enda er búið að vera nóg að gera...... allt á fullu í æfingum, verkefnum og kennslu. Ég fór á Le Sing um helgina á Broadway.... geðveikt skemmtilegt og æðislegur matur. Við fórum og kíktum á þetta af því að við erum að fara að dansa í þessari sýningu á föstudaginn. Það er árshátíð hjá íslenskum aðalverktökum og sýningin er færð yfir á stóra sviðið og þá þarf að fá dansara til uppfyllingar - fínn aukapeningur en algjört vesen ;) Maður lætur sig þó hafa það.....
Annars er ekkert nýtt að frétta... bara alltaf á æfingum, kenna og læra. Sé Gunna minn aldrei nema seint á kvöldin og snemma á morgnana........ en það er alltaf gott að hafa nóg að gera.
Ég fékk próftöfluna mína núna um daginn - mjög fín og góð - próf 30 apríl, 5 maí og 8 maí........... ekki leiðinlegt .......... plús það að prófin 5 og 8 maí eru bara 30% próf.