Langt síðan maður skrifaði síðast enda er búið að vera nóg að gera...... allt á fullu í æfingum, verkefnum og kennslu. Ég fór á Le Sing um helgina á Broadway.... geðveikt skemmtilegt og æðislegur matur. Við fórum og kíktum á þetta af því að við erum að fara að dansa í þessari sýningu á föstudaginn. Það er árshátíð hjá íslenskum aðalverktökum og sýningin er færð yfir á stóra sviðið og þá þarf að fá dansara til uppfyllingar - fínn aukapeningur en algjört vesen ;) Maður lætur sig þó hafa það.....
Annars er ekkert nýtt að frétta... bara alltaf á æfingum, kenna og læra. Sé Gunna minn aldrei nema seint á kvöldin og snemma á morgnana........ en það er alltaf gott að hafa nóg að gera.
Ég fékk próftöfluna mína núna um daginn - mjög fín og góð - próf 30 apríl, 5 maí og 8 maí........... ekki leiðinlegt .......... plús það að prófin 5 og 8 maí eru bara 30% próf.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim