27. desember 2005

Jólaleti og enginn snjór

vaknaði í "morgun" og sá að það var ENGINN snjór... ég veit ég blóta oft snjónum af því að ég nenni ekki að skafa á morgnana þegar ég fer að kenna 06:30 en á jólum og áramótum á að vera snjór og mikið af honum. En ég er búin að eiga góð jól - mikil leti og mikið borðað. Kíkti aðeins út á lífið í gær og hitti margt skemmtilegt og áhugavert fólk... merkilegt hvað margir eru úti á lífinu á öðrum degi jóla - er fólk ekki að vinna!!! en það var mikið líf og fjör í bænum :) En ég sé það að ég þarf að fara að kaupa mér íbúð - jólagjafirnar í ár voru allar í búið: örbylgjuofn, blandari, pastasett, glös, pottaleppar og málverk sem þarf einhvern svaka stóran og flottan vegg utan um sig. Núna vantar mig semsagt íbúð utan um allt draslið mitt....... sem er auðvitað ekki drasl, hvernig læt ég.

23. desember 2005

Gleðileg jól!

Já ég veit- ekkert að gerast í blogginu hjá mér. Hreinlega er bara búin að vera í litlu stuði til að tjá mig hér... en eflaust á þetta eftir að aukast síðar;) En ég fór í brúðkaup til Guffu og Sigga síðustu helgi - tær snilld!! Hryllilega gaman! Svo fékk ég mjög spennandi símtal í gær - verður margt spennandi í gangi eftir áramót en ég þarf að segja betur frá því síðar .... halda öllum spenntum ha ha ha

10. desember 2005

Miss World 2005.............. miss Iceland!!!!!!!!!!

jesús minn eini, ef það er ekki tilefni til að brosa í gegnum tárin núna þá veit ég ekki hvenær....... Unnur litla er ungfrú heimur. Sat með danskennurunum hjá Dansskóla Birnu og horfði á keppninni, með kökkinn í hálsinum allan tímann af spenningi. Við erum allar búnar að vera að kenna með Unni og dansa með henni og okkur fannst við hæfa að horfa á þetta saman. Og vá, þegar hún vann Norður Írland um titilinn Miss North Europe þá vorum við POTTÞÉTTAR á því að hún mundi vinna..... það er náttúrulega merkilegt að komast í topp 6. Við vorum búnar að ákveða það að ef hún mundi ekki vinna þá yrði það miss Mexico og þegar tilkynnt var að hún væri í öðru sæti þá var ekki aftur snúið, geðshræringin var svakaleg. Við sátum allar og héldumst í hendur, sendum Unni hlýja strauma........... MISS ICELAND, garg.... nágrannarnir hafa haldið að við værum geðveikar!!!!!