Miss World 2005.............. miss Iceland!!!!!!!!!!
jesús minn eini, ef það er ekki tilefni til að brosa í gegnum tárin núna þá veit ég ekki hvenær....... Unnur litla er ungfrú heimur. Sat með danskennurunum hjá Dansskóla Birnu og horfði á keppninni, með kökkinn í hálsinum allan tímann af spenningi. Við erum allar búnar að vera að kenna með Unni og dansa með henni og okkur fannst við hæfa að horfa á þetta saman. Og vá, þegar hún vann Norður Írland um titilinn Miss North Europe þá vorum við POTTÞÉTTAR á því að hún mundi vinna..... það er náttúrulega merkilegt að komast í topp 6. Við vorum búnar að ákveða það að ef hún mundi ekki vinna þá yrði það miss Mexico og þegar tilkynnt var að hún væri í öðru sæti þá var ekki aftur snúið, geðshræringin var svakaleg. Við sátum allar og héldumst í hendur, sendum Unni hlýja strauma........... MISS ICELAND, garg.... nágrannarnir hafa haldið að við værum geðveikar!!!!!
1 Ummæli:
Sama kvart hér og hjá Þóru! Þetta bloggleysi er alveg agalega meðferð á heimavinnandi fólki!
Skrifa ummæli
<< Heim