26. september 2005

Klukkuð!!

Cilla var sem sagt að klukka mig og hér koma því fimm gagnslausar upplýsingar um mig ;)

1. Ég keypti mér krystalljósakrónu í Prag sem mér finnst sjúklega flott - vantar bara íbúð utan um krónuna.

2. Ég komst ekki í splitt fyrr en ég var búin að vera allaveganna 7 ár í dansi, þ.e 14 ára

3. Ég á mjög forvitnilegt geisladiskasafn þar sem hægt er að finna Damien Rice, Backstreetboys, Mugison, Smashing Pumpkins, Dr. Alban, The Corrs, Massive Attack og margt fleira forvitnilegt - sem sagt allt á milli himins og jarðar.

4. Mér finnst kaffi ekki gott - en samt fæ ég mér alltaf bolla þegar ég er búin að kenna á morgnana.

5. Ég er með ofsalega litlar neglur á pinkulitlu puttunum mínum :P

Ég ætla að klukka Söru sætu, Kristínu Huldu og Thelmu.

Chiao amigos!

15. september 2005

Fusion fitness festival

Það verður svaka líkamsræktarráðstefna í Laugum helgina 1.-2. okt. Fullt af flottum kennurum - ég get staðfest það, fór í tíma til þeirra í Blackpool. Verður örugglega alveg hryllilega gaman. Þetta er að mestu leiti aerobik tímar og svona en það eru nokkrir danstímar þarna líka fyrir þá sem hafa áhuga - ég verð með danstíma, svo er geðveikur funkdansari frá Belgíu og svo dama sem heitir Bianca sem er líka mjög töff...... en auðvitað á fólk að mæta til mín, íslendingsins ha ha ha!!!

Ég vil taka það fram að þetta er ekki á vegum Lauga/World Class þó að þetta sé haldið þar - þetta er algjörlega á vegum Unnar Pálma og er World Class bara að styrkja þetta með því að leyfa henni að nota húsnæðið........... Ég er sem sagt ekki farin að kenna í Laugum - er ennþá þar sem ég hef alltaf verið ;)

10. september 2005

Snilldarheimasíða!!

Gott fólk!! verðið að kíkja á CRYINGWHILEEATING - þetta er bara endalaust fyndið!!

7. september 2005

Haustið

Það er komið haust - hryllilegur kuldi og fullt af danstímum. Byrjuð að kenna á fullu sem er auðvitað bara ánægjulegt.

Ég held að það stefni bara í skemmtilegan vetur hjá Írisi litlu :)