Fusion fitness festival
Það verður svaka líkamsræktarráðstefna í Laugum helgina 1.-2. okt. Fullt af flottum kennurum - ég get staðfest það, fór í tíma til þeirra í Blackpool. Verður örugglega alveg hryllilega gaman. Þetta er að mestu leiti aerobik tímar og svona en það eru nokkrir danstímar þarna líka fyrir þá sem hafa áhuga - ég verð með danstíma, svo er geðveikur funkdansari frá Belgíu og svo dama sem heitir Bianca sem er líka mjög töff...... en auðvitað á fólk að mæta til mín, íslendingsins ha ha ha!!!
Ég vil taka það fram að þetta er ekki á vegum Lauga/World Class þó að þetta sé haldið þar - þetta er algjörlega á vegum Unnar Pálma og er World Class bara að styrkja þetta með því að leyfa henni að nota húsnæðið........... Ég er sem sagt ekki farin að kenna í Laugum - er ennþá þar sem ég hef alltaf verið ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim