26. september 2005

Klukkuð!!

Cilla var sem sagt að klukka mig og hér koma því fimm gagnslausar upplýsingar um mig ;)

1. Ég keypti mér krystalljósakrónu í Prag sem mér finnst sjúklega flott - vantar bara íbúð utan um krónuna.

2. Ég komst ekki í splitt fyrr en ég var búin að vera allaveganna 7 ár í dansi, þ.e 14 ára

3. Ég á mjög forvitnilegt geisladiskasafn þar sem hægt er að finna Damien Rice, Backstreetboys, Mugison, Smashing Pumpkins, Dr. Alban, The Corrs, Massive Attack og margt fleira forvitnilegt - sem sagt allt á milli himins og jarðar.

4. Mér finnst kaffi ekki gott - en samt fæ ég mér alltaf bolla þegar ég er búin að kenna á morgnana.

5. Ég er með ofsalega litlar neglur á pinkulitlu puttunum mínum :P

Ég ætla að klukka Söru sætu, Kristínu Huldu og Thelmu.

Chiao amigos!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim