28. janúar 2005

Idol spædol

Enn annar idol þátturinn búinn og ég er bara ekki að skilja - hvað er málið með fólk.... þetta er allt ofsalega hæfileikaríkir krakkar en fyrst er Nönnu og svo núna Margréti.... Tvær hryllilega flottar söngkonur. Flutningur Margrétar á ÞRÁ fannst mér til dæmis alveg sjúkur, fíla svo öðru vísi og tilfinningaríkan flutning. Það voru aðrir í kvöld sem áttu frekar að fara...... en eitt er víst, Heiða á að vinna þetta!!

20. janúar 2005

Danaveldi

Isamajan fór til Köben og átti þar skemmtilegt helgarævintýri. Helgarævintýri sem mun lifa lengi í minningunni og verður eflaust aldrei endurtekið því að aðstæður eru of erfiðar - því miður. Majan kemur ánægð heim en kannski ekki fullkomlega sátt með framhaldið en svona er lífið :)

11. janúar 2005

Kóngsins Köbenhavn

Ég er að fara til Köben á föstudaginn ligga ligga lái :) Hlakka þvílíkt til og er um leið frekar mikið spennt um hvernig þessi ferð verður hjá mér. Þetta er svona nett ævintýri og annað hvort kem ég súperhappý heim eða rather disapointed.... verður spennandi að sjá hvernig það verður..

7. janúar 2005

Sætar systur

Þessi mynd var tekin þegar ég var síðast út í Köben með Söru. Erum við ekki bara soldið líkar systurnar ;) Posted by Hello

5. janúar 2005

DK

Ég er svo mikið að pæla í því að fara til Danmerkur helgina 14. - 17. janúar for the fun of it. Hvað finnst ykkur - á ég að fara?