30. ágúst 2004

úff, það er ekkert smá erfitt að vakna kl tæplega 6 og vera mætt til að kenna tvo leikfimistíma kl 6:30 og 7:30....... en þetta hlýtur að venjast - maður er kominn heim úr vinnu kl 8:30 og drepst þá fyrir frama TVið..

29. ágúst 2004

vúhú - skemmtileg helgi - frábært reunion, samt bersýnilegt að Íris var ekki búin að fá sér í glas í soldið langan tíma... en svaka stuð, bíð nú spennt eftir næstu helgi - brúðkaup!!

26. ágúst 2004

Oh, loksins getur Íris farið að djamma JAHÚ!!!! Ekki búin að djamma í mánuð og það verður nú bara að teljast met fyrir mig - þau hljóta að vera byrjuð að undrast um mig á Vegamótum ha ha ha!!! En það verður vonandi gaman á morgun - fundur allan daginn hjá Báru og svo teiti heima hjá Steinunni leikfimikennara hjá JSB og partý hjá Guðbjörgu 6-R og reunion í félagsheimilinu á nesinu...... HVERNIG Á MAÐUR AÐ SKIPULEGGJA SIG!!!

18. ágúst 2004

Oh, ég er svo geðveikt fúl núna!!!! Ég er ekki alveg að meika það .......... var að fá planið fyrir helgarnar eftir þessa 3ja sýningahelgi í FAME og vitið til....... engin sýning helgina 27-29 en svo eru þrjár sýningar helgina 3-5 sept ... s.s sýning 4 sept!!! Ég er ekkert smá fúl, við erum að tala um það að þá er ég að fara að missa af meginpartinum af brúðkaupi Þórhildar og Hannesar, ég er svo svekkt.... svo er ekki einu sinni búið að ákveða klukkan hvað sýningin verður 4.sept. Ef hún verður kl 18 þá fer ég í kirkjuna kl 15 og mæti svo að sýna og kem ekki í veisluna fyrr en um 21 og ef hún er kl 19:30, þá fer ég kirkjuna kl 15 og verð í veislunni frá 17 til ca 1830 og svo get ég komið aftur í brúðkaupið um hálf ellefu.... spurning um hvort sé betra hummmmm... er samt brjáluð, mér er sama um alla aðra daga - þetta var eini dagurinn sem það mátti ALLS EKKI VERA sýning búhúhú...

13. ágúst 2004

Útlönd, smútlönd!!!! heima er best - allaveganna í þessarri viku. Mergjað veður búið að vera þessa viku - bara búin að liggja úti í garði og lesa - LÚXUS LÍF!!! Enda er maður orðinn vel sólbrúnn, svaka gleði - svaka hamingja!!

Jæja, Íris er búin að vera góð stelpa síðustu tvær helgar og mun halda áfram að vera góð stelpa næstu tvær helgar. Róleg verslunarmannahelgi í faðmi fjölskyldunnar og svo gæsun síðustu helgi sem var snilld en Íris var lítið að fá sér í glas - tveir bjórar og búið (það er svo gaman að fylgjast með öllum öðrum á RASSGATINU HA HA HA). Þessi helgi og næsta eru rólegar þar sem ég er að fara í próf 20. og 23. ágúst........... en helgina þar á eftir þá mun djammdýrið vakna úr mánaðardvala því að þá er reunion hjá Verszló 1999 27. ágúst og JSB partý 28. ágúst.......... vúhú, klára sumarið með STÆL!!!

11. ágúst 2004

Guð minn góður, það er svo magnað veður úti - við erum að tala um það að mælirinn hérna heima sýnir 25°C hita og HANN ER Í SKUGGA!!! Ég sit úti og er að reyna að læra..... Var á PINK tónleikunum í gær - þeir voru ágætir, bjóst við meira showi, en PINK er náttúrulega bara geðveikur töffari!!! Hefði líka viljað heyra fleiri lög af fyrstu plötunni hennar..... Núna langar mig þvílíkt að fara á 50cent, held að þeir tónleikar verði GEÐSJÚKIR!!!!

8. ágúst 2004

Tóta var gæsuð í gær og það var dúndurstuð og ég held nú bara að Tóta sæta hafi verið þokkalega sátt... ég var því miður að sýna um kvöldið þannig að ég missti af stórum hluta gæsunarinnar en ég og Vallý brunuðum upp í sveit þegar hún var búin í brúðkaupinu sem hún var í. Þegar við mættum í bústað 103 í skorradalnum þá voru allar stúlkurnar á SNEPLUNUM!!! ótrúlega gaman - ég gerði mér grein fyrir því að ég væri ekki að fara að ná þeim þannig að ég sötraði bara rétt rúma tvo bjóra en var í mjög góðum gír............. NB singstar er snilld ha ha ha... Ég og Vallý fórum svo snemma af stað um morguninn (snemma eða ekki snemma - kl 11) af því að ég þurfti að fara heim að læra og hún að fara að vinna. Var svona smá dugleg að læra en svo þegar klukkan var orðin 4 og ég búin að lesa fullt Ockham, Plato og Aristotales þá fattaði ég það að útsölulok voru í dag, síðasti dagur götumarkaðsins og þar af leiðandi ennþá ódýrara ha ha ha. Íris kíkti stutt og keypti sér enn eitt skóparið - silfur skó, magnaðir.... og svo veski í stíl. Ég er sem sagt búin að kaupa mér 4 skópör núna á útsölu á samtals 3.980 krónur - geri aðrir betur.

6. ágúst 2004

Mikið er nú Shrek 2 skemmtileg!! við vorum að fá fullt af myndum í tölvuna okkar, King Arthur, Troy, School of Rock, The Chronicles of Riddick, Van Helsing, Jersey girl, Spiderman 2 og margt margt fleira. Verst að Íris þarf að vera að læra þessa dagana annars væri ég á VIDEOSUKKI!!!