Jólaleti og enginn snjór
vaknaði í "morgun" og sá að það var ENGINN snjór... ég veit ég blóta oft snjónum af því að ég nenni ekki að skafa á morgnana þegar ég fer að kenna 06:30 en á jólum og áramótum á að vera snjór og mikið af honum.
En ég er búin að eiga góð jól - mikil leti og mikið borðað. Kíkti aðeins út á lífið í gær og hitti margt skemmtilegt og áhugavert fólk... merkilegt hvað margir eru úti á lífinu á öðrum degi jóla - er fólk ekki að vinna!!! en það var mikið líf og fjör í bænum :)
En ég sé það að ég þarf að fara að kaupa mér íbúð - jólagjafirnar í ár voru allar í búið: örbylgjuofn, blandari, pastasett, glös, pottaleppar og málverk sem þarf einhvern svaka stóran og flottan vegg utan um sig. Núna vantar mig semsagt íbúð utan um allt draslið mitt....... sem er auðvitað ekki drasl, hvernig læt ég.