5 dagar í UK
Fórum í flug snemma fimmtudagsmorguninn 31. mars til UK. Ferðinni var heitið til Blackpool. Þetta var langt ferðalag og vorum við ekki komin á hótelið fyrr en seint um kvöldið. Vissi það um leið og hópurinn kom saman á flugvellinum að þetta ætti eftir að vera eitthvað svakalegt, 8 úper hressir íslendingar samankomnir - allir með bros sem nær allan hringinn og hlátur sem gæti yfirgnæft fótboltavöll fullan af Liverpool aðdáendum. Þessi helgi fór í svita, púl, mingl og skemmtun. Erfið helgi en svo þess virði, við vorum í skýjunum eftir helgina - kynntumst fullt af áhugaverðu fólki í líkamsræktargeiranum og maður fékk endalausar hugmyndir um hvað sé hægt að gera. Það er til meira en JSB 1, 2, 3,4 og 5......... ég var alveg heilluð. Ég verð að fara aftur eftir ár, alveg á hreinu!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim