31. ágúst 2002

Jæja, núna fer að styttast í það að maður byrjar í skólanum :) JEI!!! Það verður tilbreyting......... maður er búinn að vera að vinna of mikið í sumar......... ég þarf frí he he he. Svo styttist í sumarbústaðaferð MATÓ.......... bara tvær vikur til stefna, Oh það verður gaman :)

30. ágúst 2002

ÖMURLEG VIKA!!!! OF MIKIÐ AÐ GERA!!! Ég er búin að vera að vinna á brunaútsölumarkaðinum alla vikuna frá morgni til kvölds og ég er kominn með algjöran viðbjóð. Maður fer út kl 8 og kemur heim kl 23....................... ekki skemmtilegar síðustu tvær vikur. En ég er byrjuð að kenna jazzinn og það virkar bara flott fyrir utan heví hópa rugl......... það vilja allir vera í hóp hjá Írisi ;)

27. ágúst 2002

25. ágúst 2002

Jæja, núna er maður hættur hjá ÍTR - í bili allaveganna. Búið að vera mjög skemmtilegt sumar......... en maður er ekki kominn í frí, nei núna er það bara útsölumarkaðurinn fram að skólastarti. En í gær var lokaáfanginn í sumarstarfinu - ÓVISSUFERÐ!!! Ég var á fundi allan morguninn upp í JSB og svo kl 14:30 átti maður að vera mættur út í Frosta í rútuna. Lagt var af stað og stoppaði rútan í Gufunesbæ þar sem farið var í SURVIVER. Þrjú hörku lið sem kepptu eins bróðurlega og hægt var. Liðið mitt hét BRÍETURNAR!!! VÚHÚ!!! Við vorum í hinum ýmsu þrautum......... boðhlaup, skalla/grípa leik, krikket, borða eitthvað ógeð, pílukast og svo það besta HLAUPA Í EITTHVAÐ HÚS OG FÁ AÐ SPÆLA EGG.......... ALGJÖR SNILLD og við AUÐVITAÐ rúlluðum þeirri grein upp. En því miður þurftu Bríeturnar að vera í 2 sæti yfir heildina búhú :( Að lokum var farið í MECCA SPORT í Lazer tag og í pottinn, SNILLD!! Kvöldinu var slúttað með partýi - klassaspilamennska ;)

22. ágúst 2002

ÉG Á EKKERT LÍF!!!!!!!
Jæja, mín er ekki búin að vera dugleg upp á síðkastið...... það er búið að vera BRJÁLAÐ að gera. Við stöndum í ströngu að undirbúa útsölumarkað eftir brunann í Fákafeninu. Ég er bara þreytt!!! Búin að vinna alla dagana frá 8:45 til 23 á kvöldin og ENGIN PÁSA!!! kærastinn minn er þrælapískari....... en svo á að opna á morgun markaðinn þannig að maður verður eflaust að vinna í alla nótt. Get ekki beðið eftir að byrja að kenna og fara í skólann - breyta um mynstur!!!

16. ágúst 2002

jæja, núna er síðasti dagurinn hér í austurbæjarskóla...........

15. ágúst 2002

Ég komst í feitan pakka hérna - endalaust af prófum :) YAY!  I'm Buffy!
Which Female Buffy Character are you? Find out!
FANN FRIENDS TEST!!!!!!!!!!Ooh...I'm Rachel!
Which 'Friend' Are You?Find out!
Hæ hæ, ég er ekki alveg búin að vera sú duglegasta núna - það er búið að vera brjálæði að gera í vinnunni!!!! En ég fór í bíó í gær á XXX - VIN DIESEL!!!! eigum við eitthvað að ræða það - hann er bara töffari :) Svo fór ég í tölvuna og fann fullt af skemmtilegum prófum he he he!!! STELPUR BRITNEY!!!!!!!!!Hell Yeah!  I'm Slave For You Britney!
Which Britney are you? Find out!Cool...I'm Lucy!
Which Crossroads Girl are You?Find out!

11. ágúst 2002

Jæja, helgin er búin og fer að koma að því að maður fara aftur til vinnu - en góðu fréttirnar eru þær að ég á bara tvær vikur eftir og þá er ég komin í viku frí. Ekki misskilja mig - það er mjög gaman í vinnunni en þetta er bara svo rosalega mikil ORKUSUGA og án efa ein mesta getnaðarvörn sem til er. Það að vinna með 6-9 ára krökkum (sama hversu yndisleg þau eru) er nóg í bili - það kemur ekkert svoleiðis í bráð hjá mér ha ha ha ;) Þessi helgi átti nú bara að vera róleg en viti menn - það var vinnupartý hjá Rannveigu Tryggva, STÓRT VINNUPARTÝ!!! við vorum 6 mætt ha ha ha - En það var rosa gaman, grillað og skemmtilegt ;) Á laugardaginn þá skelltum við okkur með Hannesi og Tótu á Argentínu og borðuðum BESTA MATINN!!! Þetta er bara besti staðurinn í bænum - nautakjötið er of gott!!

2. ágúst 2002

Hæ hó jibbí jei!!! Það er að koma helgi - núna er maður að undirbúa sig fyrir Stóru skóga 2002 VÚHÚ!!!

1. ágúst 2002

ég er obnoxius blondína sem er föst í eightys tískunni og ætlar sér heimsyfirráðum með klækjum....... HA HA HA!!!
He he he - það hefur alltaf verið sagt að ef ég byggi í USA væri ég örugglega cheerleader - he he he - kannski er það bara satt ;)
Take the What High School Stereotype Are You? quiz, by Angel.