Jæja, helgin er búin og fer að koma að því að maður fara aftur til vinnu - en góðu fréttirnar eru þær að ég á bara tvær vikur eftir og þá er ég komin í viku frí. Ekki misskilja mig - það er mjög gaman í vinnunni en þetta er bara svo rosalega mikil ORKUSUGA og án efa ein mesta getnaðarvörn sem til er. Það að vinna með 6-9 ára krökkum (sama hversu yndisleg þau eru) er nóg í bili - það kemur ekkert svoleiðis í bráð hjá mér ha ha ha ;)
Þessi helgi átti nú bara að vera róleg en viti menn - það var vinnupartý hjá Rannveigu Tryggva, STÓRT VINNUPARTÝ!!! við vorum 6 mætt ha ha ha - En það var rosa gaman, grillað og skemmtilegt ;)
Á laugardaginn þá skelltum við okkur með Hannesi og Tótu á Argentínu og borðuðum BESTA MATINN!!! Þetta er bara besti staðurinn í bænum - nautakjötið er of gott!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim