Jæja, núna er maður hættur hjá ÍTR - í bili allaveganna. Búið að vera mjög skemmtilegt sumar......... en maður er ekki kominn í frí, nei núna er það bara útsölumarkaðurinn fram að skólastarti.
En í gær var lokaáfanginn í sumarstarfinu - ÓVISSUFERÐ!!! Ég var á fundi allan morguninn upp í JSB og svo kl 14:30 átti maður að vera mættur út í Frosta í rútuna. Lagt var af stað og stoppaði rútan í Gufunesbæ þar sem farið var í SURVIVER. Þrjú hörku lið sem kepptu eins bróðurlega og hægt var. Liðið mitt hét BRÍETURNAR!!! VÚHÚ!!! Við vorum í hinum ýmsu þrautum......... boðhlaup, skalla/grípa leik, krikket, borða eitthvað ógeð, pílukast og svo það besta HLAUPA Í EITTHVAÐ HÚS OG FÁ AÐ SPÆLA EGG.......... ALGJÖR SNILLD og við AUÐVITAÐ rúlluðum þeirri grein upp. En því miður þurftu Bríeturnar að vera í 2 sæti yfir heildina búhú :( Að lokum var farið í MECCA SPORT í Lazer tag og í pottinn, SNILLD!! Kvöldinu var slúttað með partýi - klassaspilamennska ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim