25. júní 2008
24. júní 2008
Nú fer að styttast í þetta!
Nú fer kerlingin að koma heim, flýg heim á klakann næstu helgi :) og mikið rosalega hlakka ég til!
Var að vafra um á mbl.is og tjekka á hvað væri að gerast á Fróni - svo að maður geti tekið þátt í umræðunum þegar maður kemur heim... og mikið lifandi eru þetta þunglyndislegar fréttir! Krónan í frjálsu falli, ísbirnir skotnir út um land allt, bensín hækkar og hækkar, uppsagnir hægri vinstir, og svo síðast en ekki síst hundaníðingar! N.B. þessar fréttir um litla dópermanninn sem fannst undir hrúgu af steinum eru búnar að vera aðalfréttirnar í hvert sinn sem ég kíki á mbl.... fólk bersýnilega að kúpla sig frá vondu fréttunum um efnahagslífið á Íslandi
Það verður eflaust skrýtið að koma heim eftir nærðum því hálft ár og allt er eiginlega breytt. Þegar ég fór aftur til Dk eftir jólin þá var krónan rétt að skríða upp fyrir 12, og svo núna, 5 og hálfum mánuði síðar, er hún komin upp upp fyrir 17.... maður er í vægu sjokki - ekki gott að vera íslenskur námsmaður með íslensk kreditkort.... ó nei!! Þegar ég flutti út í ágúst þá var krónan rétt um 11 kr og svona til að sjá hver munurinn er þá kostaði bjórinn ca 440 kr í ágúst í fyrra og núna kostar hann ca 700 kr - þetta er glæpsamlegt. Það er bara ekkert ódýrt að vera Íslendingur í útlöndum lengur. Ef maður vill kaupa sér sætan bol í HM sem kostar kannski 129 kr (mjög algengt verð) þá er það bara ekkert ódýrt lengur!! Jamm, ég held að mín bíði bara með að kaupa sér ný föt og geri það heima á Íslandi á útsölunum - þar fæ ég allaveganna tax free.
7. júní 2008
Sól og æði
Langaði bara rétt aðeins að monta mig á því að hér í DK er endalaus blíða :) ekkert smá ljúft. Hátt í 30°c hiti og heiðskýrt - verður ekki mikið betra. Vildi óska að ég gæti legið úti í sólbaði og tannað mig en nei, ég verð víst að vera inni og læra. Er núna að skrifa lokaverkefni í einu fagi - varðandi markaðsstrategíu Grundfos - mjög áhugavert að skrifa um vatnspumpur - þið getið ímyndað ykkur :P
En ég ætla að vona að það verði gott veður á Íslandi fyrstu tvær vikurnar í júlí því að þá verð ég á klakanum - verður gott að koma heim - ekki búin að vera á Íslandi þá í 5 mánuði - tíminn er fljótur að líða!!